Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2016 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærstur í nýrri könnun fréttastofu 365. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 34,6 prósenta fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudaginn. Hann er þar með stærsti flokkurinn af þeim sem bjóða fram í kosningunum 29. október næstkomandi. Flokkurinn bætir við sig 7,2 prósentustigum frá könnun sem gerð var dagana 6. og 7. september síðastliðinn. „Þetta er ánægjuleg vísbending um að við getum fengið góða kosningu í haust. Fylgiskannanir eru hins vegar mjög misvísandi þessa dagana þannig að maður tekur öllu með fyrirvara. En ég gleðst yfir góðri könnun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Næstir koma Píratar með 19,9 prósenta fylgi og hafa þeir tapað tæpum tíu prósentustigum frá könnuninni í byrjun september. Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn eru jafn stórir, VG með 12,9 prósent fylgi en Framsókn með 12,6 prósent. Fylgi Vinstri grænna er svipað og það var í fyrri könnun en Framsóknarflokkurinn mældist með 10,8 prósent í þeirri könnun. Tölurnar benda því til þess að Framsóknarflokkurinn bæti við sig fylgi, þótt munurinn sé innan vikmarka (vikmörk 2,3%). Þessi þróun kemur Karli Garðarssyni þingmanni ekki á óvart, þótt gustað hafi um flokkinn að undanförnu. „Ég held að umtal um flokka geti verið í vissum tilfellum jákvætt fyrir þá þó að umtalið sé kannski ekki á jákvæðum nótum, þannig að það kemur mér ekki á óvart að fylgið fari upp,“ segir Karl. Hann hafi verið sannfærður um það að næsta könnun sem yrði birt myndi sýna breytingar á fylgi Framsóknarflokksins vegna þess að flokkurinn sé búinn að vera það lengi í sviðsljósinu. „Það er nokkuð ljóst að flokkurinn sem slíkur er með sterka málefnastöðu og hann mun sækja mjög í sig veðrið eftir formannskjör, hvernig sem það verður,“ segir Karl. Hann segir raunhæft að gera ráð fyrir að Framsóknarflokkurinn fái 15-18 prósenta fylgi. Fylgi Viðreisnar mælist 7,3 prósent í nýju könnuninni og fylgi Samfylkingarinnar 5,9 prósent. Niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis eru sumpart ólíkar niðurstöðum könnunar MMR, sem birt var í gær. Sú könnun sýndi Sjálfstæðisflokkinn með 20,6 prósenta fylgi og Pírata 21,6 prósent. Þá mældust Viðreisn og Samfylkingin mun sterkari í könnun MMR. Aðferðafræðin milli kannananna er hins vegar ólík. Könnun MMR er gerð yfir lengri tíma, dagana 20.–26. september. Könnun Fréttablaðsins var gerð 26. september. Fyrstu sjónvarpskappræðum stjórnmálaleiðtoganna í sjónvarpi var því lokið þegar byrjað var að framkvæma könnun Fréttablaðsins. Þá var öll könnun Fréttablaðsins gerð þann dag sem eldhúsdagsumræður voru. Líkt og könnunin í september, bendir nýja könnunin til þess að margir eigi enn eftir að ákveða sig. Aðeins 51,5 prósent svarenda taka afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira