Eiríkur Bergmann um kappræðurnar: Trump þvælinn, kvartsár og hörundsár Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2016 10:39 Skoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. Vísir/AFP „Svo virðist sem Trump hafi ekki haft úthald og að Clinton hafi verið miklu betur undirbúin. Hún nær að halda sig miklu betur í gegnum þetta,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um kappræður þeirra Donald Trump og Hillar Clinton sem fram fóru í nótt. Eiríkur segir að Clinton hafi haft yfirhöndina eftir að hafa lent undir strax í upphafi þar sem Trump byrjaði af feikilegum krafti. „Hann fer beint í ótta Bandaríkjamanna um stöðu sína í heiminum þar sem hann fer á kaf ofan í verndarstefnu sína í alþjóðaviðskiptum og stillir Bandaríkjuum upp þannig að þau séu að tapa í samskiptum við önnur ríki sem sæki á einhvern hátt að Bandaríkjunum. Þarna er hann mjög öflugur. Um miðbik kappræðnanna fer þetta hins vegar í losna í reipunum hjá Trump. Hann fer að vera þvælinn og kemur í ljós að þetta ótrúlega krefjandi form – kappræður tveggja leiðtoga í einn og hálfan klukkutíma – hann ræður ekki við það á meðan hún heldur út allan tímann og endar á því að hafa hann undir.“Blóðgar hann illilegaEiríkur segir að Trump hafi fyrst og fremst lent í vandræðum í umræðunum um skattamál sín. „Svo verður hann hörundsár, kvartsár og það kemur í ljós að reynslan sem Clinton býr yfir og sú seigla sem hún hefur landar henni sigrinum, ef við lýsum þessu eins og hverjum öðrum hnefaleikum.Sjá einnig: Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Hún blóðgaði hann illilega í skattaumræðunni og sakar hann beint út um að hafa ekki greitt skatta til bandaríska ríkisins. Hann nánast staðfestir það. Þetta er mál sem menn munu sækja á hann með og verður eftirleikurinn því vörn fyrir hann að einhverju leyti. Það komu ekki upp nein sérstök mál sem hún mun þurfa að verja sérstaklega.“Vísir/AFPEkki forsetalegt að vera kvartsárEiríkur segir að fyrir næstu kappræður þurfi Trump nauðsynlega að að vinna að því að geta haldið út allar kappræðurnar. „Hann er vanur því að halda einræður í langan tíma, eða vera í kappræðum þar sem hann hefur einungis nokkrar mínútur til umráða hverju sinni. Hann byrjar kappræðurnar í gær á því að reyna að flytja sig úr hlutverki hins árásargjarna popúlista í hlutverk leiðtoga sem fólk geti séð fyrir sér sem forseti Bandaríkjanna. Honum tókst það framan af, fyrsta þriðjung kappræðnanna. Síðan er eins og hann hafi misst tökin. Hann fer í þessa hefðbundnu lýðskrumsorðræðu sína eftir því sem líður á.Sjá einnig: Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Hann þarf að sýna bandarískum kjósendum fram á að hann geti staðist álagið, en það tókst honum ekki nægilega vel í gær. Svo virkar það ekki vel að vera svona hörundsár og kvartsár eins og hann var orðinn í lokin. Það er ekki forsetalegt, en Bandarikjamenn eru mjög uppteknir af hugmyndinni um það hvað er að vera forsetalegur. Það fer forseta ekki sérstaklega vel að vera kvartsár.“Clinton vélræn í upphafi en vann áSkoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. „Það er eins og henni hafi verið ögn brugðið fyrst, þar sem upphafsræða hennar var til að mynda mjög vélræn. Svo stóð hún alveg eins og klettur í gegnum þetta. Það sem stendur upp úr er hvað hún var feikilega vel undirbúin. Maður hefur eiginlega aldrei séð stjórnmálamann við svona spennuþrungnar aðstæður – þetta er eins spennuþrungið og verður í stjórnmálunum – mæta svona vel undirbúin og halda út af því öryggi sem hún gerði. Þetta er auðvitað ástæða þess að hún er á þeim stað og hún er á.“ Eiríkur segir að bandarískar kappræður ekki bara snúast um frammistöðu frambjóðendanna sjálfra, heldur einnig eftirleik kappræðnanna. „Liðið hennar Hillary var miklu tilbúnara og kerfið öflugra, vélin smurðari í því að spinna niðurstöðunum henni í hag. Það er næstum því eins og liðið hans Trump hafi verið slegið út af laginu. Það er eins og hann hafi farið út af spori sem upphaflega var lagt upp með að hann myndi halda sig á og liðið hans Trump ekki nákvæmlega vitað hvernig átti að takast á við það í „eftirspinninu“.Ítarlega verður fjallað um kappræðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að loknum íþróttafréttum mæta Eiríkur Bergmann og Silja Bára Ómarsdóttir í settið og gera þær upp. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
„Svo virðist sem Trump hafi ekki haft úthald og að Clinton hafi verið miklu betur undirbúin. Hún nær að halda sig miklu betur í gegnum þetta,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor um kappræður þeirra Donald Trump og Hillar Clinton sem fram fóru í nótt. Eiríkur segir að Clinton hafi haft yfirhöndina eftir að hafa lent undir strax í upphafi þar sem Trump byrjaði af feikilegum krafti. „Hann fer beint í ótta Bandaríkjamanna um stöðu sína í heiminum þar sem hann fer á kaf ofan í verndarstefnu sína í alþjóðaviðskiptum og stillir Bandaríkjuum upp þannig að þau séu að tapa í samskiptum við önnur ríki sem sæki á einhvern hátt að Bandaríkjunum. Þarna er hann mjög öflugur. Um miðbik kappræðnanna fer þetta hins vegar í losna í reipunum hjá Trump. Hann fer að vera þvælinn og kemur í ljós að þetta ótrúlega krefjandi form – kappræður tveggja leiðtoga í einn og hálfan klukkutíma – hann ræður ekki við það á meðan hún heldur út allan tímann og endar á því að hafa hann undir.“Blóðgar hann illilegaEiríkur segir að Trump hafi fyrst og fremst lent í vandræðum í umræðunum um skattamál sín. „Svo verður hann hörundsár, kvartsár og það kemur í ljós að reynslan sem Clinton býr yfir og sú seigla sem hún hefur landar henni sigrinum, ef við lýsum þessu eins og hverjum öðrum hnefaleikum.Sjá einnig: Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Hún blóðgaði hann illilega í skattaumræðunni og sakar hann beint út um að hafa ekki greitt skatta til bandaríska ríkisins. Hann nánast staðfestir það. Þetta er mál sem menn munu sækja á hann með og verður eftirleikurinn því vörn fyrir hann að einhverju leyti. Það komu ekki upp nein sérstök mál sem hún mun þurfa að verja sérstaklega.“Vísir/AFPEkki forsetalegt að vera kvartsárEiríkur segir að fyrir næstu kappræður þurfi Trump nauðsynlega að að vinna að því að geta haldið út allar kappræðurnar. „Hann er vanur því að halda einræður í langan tíma, eða vera í kappræðum þar sem hann hefur einungis nokkrar mínútur til umráða hverju sinni. Hann byrjar kappræðurnar í gær á því að reyna að flytja sig úr hlutverki hins árásargjarna popúlista í hlutverk leiðtoga sem fólk geti séð fyrir sér sem forseti Bandaríkjanna. Honum tókst það framan af, fyrsta þriðjung kappræðnanna. Síðan er eins og hann hafi misst tökin. Hann fer í þessa hefðbundnu lýðskrumsorðræðu sína eftir því sem líður á.Sjá einnig: Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Hann þarf að sýna bandarískum kjósendum fram á að hann geti staðist álagið, en það tókst honum ekki nægilega vel í gær. Svo virkar það ekki vel að vera svona hörundsár og kvartsár eins og hann var orðinn í lokin. Það er ekki forsetalegt, en Bandarikjamenn eru mjög uppteknir af hugmyndinni um það hvað er að vera forsetalegur. Það fer forseta ekki sérstaklega vel að vera kvartsár.“Clinton vélræn í upphafi en vann áSkoðanakannanir sem hafa verið gerðar eftir kappræðurnar hafa komið vel út fyrir Clinton þar sem langflestir segja hana hafa haft betur gegn Trump. „Það er eins og henni hafi verið ögn brugðið fyrst, þar sem upphafsræða hennar var til að mynda mjög vélræn. Svo stóð hún alveg eins og klettur í gegnum þetta. Það sem stendur upp úr er hvað hún var feikilega vel undirbúin. Maður hefur eiginlega aldrei séð stjórnmálamann við svona spennuþrungnar aðstæður – þetta er eins spennuþrungið og verður í stjórnmálunum – mæta svona vel undirbúin og halda út af því öryggi sem hún gerði. Þetta er auðvitað ástæða þess að hún er á þeim stað og hún er á.“ Eiríkur segir að bandarískar kappræður ekki bara snúast um frammistöðu frambjóðendanna sjálfra, heldur einnig eftirleik kappræðnanna. „Liðið hennar Hillary var miklu tilbúnara og kerfið öflugra, vélin smurðari í því að spinna niðurstöðunum henni í hag. Það er næstum því eins og liðið hans Trump hafi verið slegið út af laginu. Það er eins og hann hafi farið út af spori sem upphaflega var lagt upp með að hann myndi halda sig á og liðið hans Trump ekki nákvæmlega vitað hvernig átti að takast á við það í „eftirspinninu“.Ítarlega verður fjallað um kappræðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að loknum íþróttafréttum mæta Eiríkur Bergmann og Silja Bára Ómarsdóttir í settið og gera þær upp.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16