Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. september 2016 20:20 Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra skoðar nú alvarlega hvort hún muni bjóða sig fram í embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi sem fram fer um helgina. Hún er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan flokksins. Segist hún ekki hafa orðið vör við það baktjaldamakk sem Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson hafa lýst í fjölmiðlum síðustu daga. Engum dylst þó sú ólga sem er innan við flokksins og hafa verið væringar um það innan flokksins um það hvort að mögulegt formannsframboð Lilju myndi slá á þá ólgu.Þú virðist hafa stuðning úr báðum fylkingum, bæði Sigurðar Inga Jóhannsonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Myndi það leysa ákveðna spennu innan flokksins að þú einfaldlega tækir að þér formannsembættið? „Ég veit ekki hvort að það geri það. Ég er auðvitað þakklát fyrir þann stuðning sem ég virðist hafa innan flokksins en nú er ég að kanna minn stuðning er varðar varaformannshlutverkið. Ég læt það duga í bili,“ segir Lilja. Aðspurð að því hvort að hún myndi neita því að gefa kost á sér í formannsembættið kom hik á Lilju. Svaraði hún því neitandi áður en hún ítrekaði að hún væri að skoða framboð til varaformanns en hún gerir ráð fyrir því að kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. „Ég er að tala við mína stuðningsmenn og athuga hvernig þetta lítur allt út. Útlitið er þokkalega gott ef ég á að segja alveg eins og er en ég er enn að fara yfir kosti og galla þess að taka þettta skref,“ segir Lilja um framboð til varaformannsins. Viðtalið við Lilju í 1910 má sjá hér að ofan en styttri útgáfu þess má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00