Útlit fyrir að þinglokum verði frestað 26. september 2016 19:15 Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Útlit er fyrir að þinglok verði ekki fyrr en í næstu viku. Þingflokssformaður Pírata segist aldrei hafa upplifað aðra eins óvissu við þinglok og segir ljóst að fresti stjórnarflokkarnir þinglokum komi þingið til með að enda illa. Formaður Vinstri grænna segir að ríkisstjórnin verði að horfast í augu við að tíminn sé á þrotum. Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld en starfsáætlun þingsins gerir ráð fyrir þinglokum á fimmtudag. Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. Þingflokksformenn allra flokka á hittust í morgun þar sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, óskaði eftir því að starfsáætlun þingsins yrði breytt þar sem tíminn væri orðinn of knappur til að klára mikilvæg mál fyrir fimmtudag. Þingfundir þyrftu því að fara fram í næstu viku. Engin ákvörðun var þó tekin um frestun þingloka. „Það eru auðvitað þeir til sem telja þetta raunhæft en við viljum ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana en þetta verður allt saman þyngra með hverjum deginum sem líður“. Segir Einar K. Guðfinnsson. Birgitta Jónsdóttir, þingflokssformaður Pírata, segir stjórnarandstöðuna ætla að leggja hart að forseta þingsins engu verði breytt. „Ég geri ráð fyrir því að það verði jafnvel þing í næstu viku ef okkur tekst ekki að fá forystumenn ríkisstjórnarinnar til að átta sig á því að þá endar þingið illa. Þá verða harðar baráttur um að tryggja að mál sem ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að klára eða eru ekki nægjanlega vel unnin, fari ekki hér í gegn.“ Segir Birgitta. Guðlaugur Þór Þórðarson, starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir augljóst að klára þurfi fjáraukaklög, haftalögin og segist telja að mikill vilji sé fyrir því í samfélaginu að lög um almannatryggingar verði einnig kláruð. „Og ýmis önnur mál sem eru langt komin og sjálfsagt að ljúka. Það lítur út fyrir það að við náum ekki að klára þetta á fimmtudaginn. Þá er ekkert annað að gera en halda áfram.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segir ljóst að ekki verði hægt að ljúka öllum málunum. „Ríkisstjórnin verður að horfast í augu við að tíminn er búinn. Það er ekki tími til að setja hér endalast ný mál inn í þingið.“ Segir Katrín Jakobsdóttir. Eldhúsdagsumræðurnar fara fram í kvöld á Alþingi en þar vekur athygli að hvorki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, né Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, koma til með að tala fyrir hönd flokksins heldur mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir flytja framsöguræðu Framsóknarflokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira