„Ekki trufla óvininn á meðan hann er að kála sér sjálfur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. september 2016 17:00 Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni. Kosningar 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Þær Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vigdís Hauksdóttir, þingmenn Framsóknar, voru gestir í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem staða Framsóknarflokksins var tíunduð. Silja Dögg segir Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, hafa farið með rétt mál þegar hann segir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins hafa misst traust þingflokksins í kjölfar Wintris málsins.Sjá: „Segir Sigmund hafa misst stuðning þingflokksins í Apríl“ „Atburðarrásin var þannig að við í þingflokknum vorum búin að ákveða að biðja Sigmund um að víkja,“ sagði Silja Dögg um örlagaríkan þingflokksfund eftir að Panamalekinn var opinberaður. „Þetta var áður en að Sigurður Ingi kom á fundinn og Sigmundur var á leiðinni líka,“ segir hún. „Þetta var ekki gert með glöðu geði, þetta var ekkert plan og við vildum ekki vera í þeirri aðstöðu en við vorum komin upp að vegg. Okkur leið illa og það hafði orðið trúnaðarbrestur forsætisráðherra við íslensku þjóðina og okkur í þingflokknum.“Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi munu etja kappi á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina.Þegar Sigurður Ingi mætir á fundinn er honum greint frá vilja þingflokksins um að víkja Sigmundi úr embætti. „Hann tók þetta mjög nærri sér og hann hoppaði ekki hæð sína af gleði,“ sagði hún. „Honum leið mjög illa, hann sagði: “Sigmundur er vinur minn, ég vil ekki gera þetta. En ef staðan er þessi og þið viljið að ég geri þetta skal ég taka þetta verkefni að mér.„„ Vigdís upplifði atburðarrásina ekki á sömu vegu og Silja Dögg. „Mér hefur greinilega verið haldið fyrir utan það þegar þessi ákvörðun var tekin um að etja Sigmund af,“ sagði hún. „Það er margt að skýrast núna og það er erfitt að sætta sig við það, í ljósi málefnastöðu Framsóknarflokksins og hvað við höfum náð miklu í gegn, að það séu þarna einstaklingar úti með hnífasettið á lofti tilbúin til að nota það korteri fyrir kosningar,“ segir Vigdís. Hún telur ljóst að flokkurinn sé klofinn og það nýtist andstæðingum hans best. „Það verður flokksþing um næstu helgi og þar verður kosið um forystu. Þar ræðst það hvaða fylking nær yfirhöndinni og hvaða fylking verður kosin. Fyrir mér lítur þetta þannig út eins og ABBA, þar sem ég fór á ABBA safnið í gær, það eru tvær fylkingar og þetta er að klofna,“ segir hún en hún var stödd í Stokkhólmi þegar Bítismenn náðu á henni í morgun. „En andstæðingar okkar kætast, þeir hugsa þetta sem svo að ekki eigi að trufla óvinin á meðan hann kálar sér sjálfur.“Hér má hlusta á umræður Silju og Vigdísar í Bítinu í heild sinni.
Kosningar 2016 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira