Vill ekki að fólk hagi sér eins og það „eigi“ stuðning Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 14:51 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna fyrir kosningar vera flókna. Nýir flokkar mælist nú um fjörutíu prósenta fylgi og fylgið sé mjög dreift. Hann hefur á tilfinningunni sé að staðan hér sé ekki ósvipuð og sé að gerast víða annars staðar. Bjarni ræddi stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. „Við erum að minnsta kosti ekki með þennan þriðjung atkvæða sem að Sjálfstæðisflokkurinn var með á landsvísu, þó að staða Sjálfstæðisflokksins á sveitarstjórnarstiginu sé gríðarlega sterk. Það er einungis á höfuðborgarsvæðinu sem að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gefið aðeins eftir, en annars staðar hefur staða Sjálfstæðisflokksins verið mjög öflug um allt land,“ segir Bjarni. Hann segist vera þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn eigi samhljóm með þjóðinni sem að ætti að skila flokknum meira fylgi en hann mælist með í dag. Þá hefur Bjarni ekki áhyggjur af framgangi Viðreisnar. „Menn verða að gæta að því að haga sér ekki eins og þeir eigi eitthvað. Eigi ekki einhvern stuðning eða tilkall til einhverra atkvæða. Til þess að fólk einhvers staðar á landinu komi alltaf og styðji okkur. Þetta verður alltaf þessi barátta um að sannfæra fólk um að fylgja okkar stefnu. Nýir flokkar geta orðið til, þeir hafa áður orðið til og þeir hafa yfirleitt ekki verið langlífir. Það eru bara tveir flokkar sem að virkilega hafa lifað lengi og það eru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Við höfum lifað allar þessar sveiflur í bráðum hundrað ár.“ Hann segist ekki sjá að Viðreisn hafi haft mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vel gæti verið að Evrópusinnað fólk sæi tækifæri í Viðreisn, en setur spurningarmerki við að Evrópusinnaður flokkur skyldi vera stofnaður í dag þegar ESB „er á jafn miklum krossgötum og það er“.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00 Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46
Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni. 24. september 2016 07:00
Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ 22. september 2016 15:41