Sigmundur „bað ekki um nema tvennt“ en fékk hvorugt Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2016 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun Sigurðar Inga Jóhannssonar um að bjóða sig fram til formanns flokksins valda sér vonbrigðum. Hún ætti þó „kannski ekki að koma mér á óvart miðað við það sem undan er gengið.“ Sigmundur ræddi ákvörðun Sigurðar Inga og hvað á undan hafði gengið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þegar Sigmundur steig til hliðar sem forsætisráðherra í kjölfar Wintris-málsins svokallaða sagðist hann hafa stungið upp á því að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra. „Ég bað ekki um nema tvennt þegar við ræddum saman á sínum tíma,“ sagði Sigmundur. Annað var að Sigurður myndi halda Sigmundi upplýstum og funda með honum um gang mála. Hitt var að Sigurður myndi ekki fara gegn Sigmundi í formannskjörinu í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir að frá þeim tíma hafi þeir nánast ekkert fundað og Sigurður þó fundað með leiðtogum allra annarra flokka. Hann sagðist hafa gengist eftir fundum og jafnvel óskað eftir fundi þar sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins væri með þeim. Það hafi ekki gengið eftir. Hann segir Wintris-málið hafa verið „árás“ þar sem markmiðið hefði verið að koma honum frá. Fyrstu viðbrögð Sigmundar voru að hans sögn að berjast áfram, en svo hafi hann stigið til hliðar. Hann segist ekki hafa íhugað að stíga til hliðar bara til þess að stíga til hliðar. Sigmundur sagði enn fremur að hann hefði ekki leitt hugann að því hver næstu skref hans yrðu, ef hann skyldi tapa gegn Sigurði. Þá segir Sigmundur að hann sé sleginn yfir ákvörðun Sigurðar og sérstaklega þar sem hann hefði upplifað meiri stuðning frá almenningi en nokkurn tíman áður. Hann sagði fjölmargt ókunnugt fólk hafa komið að sér á förnum vegi. Þau hafi sagt honum að þau hafi áttað sig á því hvað Wintris-málið var mikil aðför að honum og veitt honum stuðning. Fólk hafi jafnvel lofað því að kjósa Framsóknarflokkinn, ef Sigmundur verður áfram formaður.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06 Sigurður Ingi segist betri kostur en Sigmundur Davíð 24. september 2016 18:45 Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00 Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45 Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22 Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Eygló ætlar í varaformanninn tapi Sigmundur Davíð formannsslagnum Eygló tilkynnti þetta í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni. 24. september 2016 16:06
Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins. 24. september 2016 07:00
Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Félags- og húsnæðismálaráðherra býður sig fram í varaformannsstöðu Framsóknarflokksins ef Sigmundur Davíð tapar formannskjörinu um næstu helgi. 24. september 2016 16:45
Sigurður Ingi: Telur sig eiga góða möguleika að verða formaður Framsóknarflokksins Forsætisráðherra hlaut 100% kosningu í Suðurkjördæmi og er bjartsýnn á sigur gegn Sigmundi Davíð um formennsku Framsóknar. 24. september 2016 13:22
Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“ Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns. 24. september 2016 12:16