Eygló Harðardóttir: "Við verðum að gera breytingar“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 24. september 2016 16:45 Býður sig aðeins fram ef Sigmundur Davíð nær ekki endurkjöri. Vísir Eygló Harðardóttir, Félags- og húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hún hygðist gefa kost á sér í varaformannsembætti Framsóknarflokksins verði kosinn nýr formaður. Eygló er sú fyrsta sem gefur kost á sér í embætti varaformanns en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sinnir því starfi í dag. Sigurður Ingi hefur gefið kost á sér sem formaður og fer því á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sitjandi formanni en kosið verður um stöðuna um næstu helgi.Hvers vegna skiptir það þig máli að bjóða þig aðeins fram eins lengi og það verða formannsskipti?„Við í þingflokknum töldum mikilvægt að núverandi formaður fengi tækifæri til þess að fara yfir sín mál og endurvinna traust, bæði innan flokks og í samfélaginu. Eftir að hafa heyrt í fjölmörgum flokksmönnum sem hafa verið að kalla eftir breytingum á forystu flokksins, tel ég að það hafi ekki tekist,“ segir Eygló.Nauðsynlegt að fá nýjan formannEygló er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að nýr formaður taki við á komandi flokksþingi og vill gjarnan bjóða fram þjónustu sína í varaformannsembættið taki nýr formaður við.Almenningur hefur fengið mjög misvísandi upplýsingar úr ykkar herbúðum. Sigmundur segir mikinn stuðning vera við sig en Sigurður Ingi segist bjartsýnn á að ná kosningu. Hvernig er þín tilfinning? Verða formannsskipti um næstu helgi? „Við gefum kost á okkur. Það eru á milli 800 til 1000 manns sem eiga seturétt á flokksþinginu. Þetta er í þeirra höndum. Það eru þeir sem taka ákvörðun um hverjum þeir treysta best til þess að koma okkar málefnum á framfæri. Hverjum þeir treysta til þess að geta talað fyrir þeim hugsjónum og hugmyndum sem við viljum fara í á næsta kjörtímabili. Ég veit að Framsóknarmenn muna vanda sig við þetta val.“Hefur þér fundist eins og málefni einstakra aðila í flokknum hafi staðið í vegi fyrir því að málefni flokksins fyrir komandi kosningar komist á framfæri? „Vorið síðasta og það sem kom upp á þar sem leiddi til þess að formaðurinn þurfti að víkja sem forsætisráðherra reyndust okkur mjög erfið. Þetta var mikið áfall. Við töldum mjög mikilvægt að hann fengi tækifæri til þess að fara í gegnum þetta persónulega en líka gagnvart flokksmönnum og almenningi. Við vildum gefa honum tækifæri á því að endurvinna traust aftur. Í ljósi þeirra samtala sem ég hef átt, bæði innan flokks og utan, þá tel ég að það hafi ekki tekist. Þess vegna verðum við að gera breytingar svo við getum talað um þau góðu verk sem við höfum unnið á þessu kjörtímabili og þær áherslur sem við munum hafa inn í það næsta.“Getur þú sagt okkur eitthvað um þær áherslur?„Við fórum inn í síðasta kjörtímabil með þær áherslur að lækka skuldir heimillana og hækka laun. Við trúðum það að með áherslum gætum við hækkað tekjur ríkissjóðs og það hefur sýnt sig. Sú staða er komin upp núna að við erum að skila ríkissjóð í verulegum afgangi. Við höfum verið að bæta inn í velferðarkerfið en á næsta kjörtímabili getum við gert enn betur. Af sama skapi eru stórar ákvarðanir sem snúa að þeirri óvenjulegri stöðu að við erum nánast komin með allt fjármálakerfið í hendur ríkisins. Við viljum að nýtt fjármálakerfi verði til þess að þjónusta heimilunum á landinu en ekki að þetta verði eins og var hér að við dönsum eftir því sem fjármálaöflin vilja.“Ertu þá að tala um að selja bankana?„Ég var að leggja áherslu á að það þyrfti að vera skýrt að það fjármálakerfi sem við byggjum hér upp þyrfti að vera í þágu almennings en ekki að það verði sjónarmið eins og græðgi, bónusgreiðslur eða sambærilegur hugsanagangur og einkenndi Ísland árin fyrir hrun nái aftur yfir.“ Kosningar 2016 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Eygló Harðardóttir, Félags- og húsnæðismálaráðherra, tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hún hygðist gefa kost á sér í varaformannsembætti Framsóknarflokksins verði kosinn nýr formaður. Eygló er sú fyrsta sem gefur kost á sér í embætti varaformanns en Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sinnir því starfi í dag. Sigurður Ingi hefur gefið kost á sér sem formaður og fer því á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sitjandi formanni en kosið verður um stöðuna um næstu helgi.Hvers vegna skiptir það þig máli að bjóða þig aðeins fram eins lengi og það verða formannsskipti?„Við í þingflokknum töldum mikilvægt að núverandi formaður fengi tækifæri til þess að fara yfir sín mál og endurvinna traust, bæði innan flokks og í samfélaginu. Eftir að hafa heyrt í fjölmörgum flokksmönnum sem hafa verið að kalla eftir breytingum á forystu flokksins, tel ég að það hafi ekki tekist,“ segir Eygló.Nauðsynlegt að fá nýjan formannEygló er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að nýr formaður taki við á komandi flokksþingi og vill gjarnan bjóða fram þjónustu sína í varaformannsembættið taki nýr formaður við.Almenningur hefur fengið mjög misvísandi upplýsingar úr ykkar herbúðum. Sigmundur segir mikinn stuðning vera við sig en Sigurður Ingi segist bjartsýnn á að ná kosningu. Hvernig er þín tilfinning? Verða formannsskipti um næstu helgi? „Við gefum kost á okkur. Það eru á milli 800 til 1000 manns sem eiga seturétt á flokksþinginu. Þetta er í þeirra höndum. Það eru þeir sem taka ákvörðun um hverjum þeir treysta best til þess að koma okkar málefnum á framfæri. Hverjum þeir treysta til þess að geta talað fyrir þeim hugsjónum og hugmyndum sem við viljum fara í á næsta kjörtímabili. Ég veit að Framsóknarmenn muna vanda sig við þetta val.“Hefur þér fundist eins og málefni einstakra aðila í flokknum hafi staðið í vegi fyrir því að málefni flokksins fyrir komandi kosningar komist á framfæri? „Vorið síðasta og það sem kom upp á þar sem leiddi til þess að formaðurinn þurfti að víkja sem forsætisráðherra reyndust okkur mjög erfið. Þetta var mikið áfall. Við töldum mjög mikilvægt að hann fengi tækifæri til þess að fara í gegnum þetta persónulega en líka gagnvart flokksmönnum og almenningi. Við vildum gefa honum tækifæri á því að endurvinna traust aftur. Í ljósi þeirra samtala sem ég hef átt, bæði innan flokks og utan, þá tel ég að það hafi ekki tekist. Þess vegna verðum við að gera breytingar svo við getum talað um þau góðu verk sem við höfum unnið á þessu kjörtímabili og þær áherslur sem við munum hafa inn í það næsta.“Getur þú sagt okkur eitthvað um þær áherslur?„Við fórum inn í síðasta kjörtímabil með þær áherslur að lækka skuldir heimillana og hækka laun. Við trúðum það að með áherslum gætum við hækkað tekjur ríkissjóðs og það hefur sýnt sig. Sú staða er komin upp núna að við erum að skila ríkissjóð í verulegum afgangi. Við höfum verið að bæta inn í velferðarkerfið en á næsta kjörtímabili getum við gert enn betur. Af sama skapi eru stórar ákvarðanir sem snúa að þeirri óvenjulegri stöðu að við erum nánast komin með allt fjármálakerfið í hendur ríkisins. Við viljum að nýtt fjármálakerfi verði til þess að þjónusta heimilunum á landinu en ekki að þetta verði eins og var hér að við dönsum eftir því sem fjármálaöflin vilja.“Ertu þá að tala um að selja bankana?„Ég var að leggja áherslu á að það þyrfti að vera skýrt að það fjármálakerfi sem við byggjum hér upp þyrfti að vera í þágu almennings en ekki að það verði sjónarmið eins og græðgi, bónusgreiðslur eða sambærilegur hugsanagangur og einkenndi Ísland árin fyrir hrun nái aftur yfir.“
Kosningar 2016 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira