Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. september 2016 16:46 Sigmundur Davíð fyrir utan Alþingishúsið, nú fyrir um tíu mínútum. "Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar.“ visir/ernir Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26