Nýliðinn leiddi Patriots til sigurs Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2016 09:15 Brissett fagnar snertimarki sínu í nótt. vísir/getty Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur. NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Þriðji leikstjórnandi New England Patriots, nýliðinn Jacoby Brissett, varð að spila fyrir liðið gegn Houston í nótt og hann leiddi Patriots til stórsigurs, 27-0. Tom Brady, aðalleikstjórnandi Patriots, er í banni og varamaður hans, Jimmy Garoppolo, meiddist í síðasta leik. Þá stóð aðeins eftir hinn 23 ára gamli Jacoby Brissett. Ef hann hefði meiðst þá var ekki til annar leikstjórnandi til þess að taka við af honum. Útherjinn Julian Edelman hefði þá farið í að kasta boltanum. Brissett var valinn númer 91 í nýliðavalinu síðast og var eini leikmaðurinn í valinu sem hafnaði því að vera með umboðsmann. Það er skemmst frá því að segja að strákurinn stóð sig frábærlega. Hann skoraði fyrsta snertimark leiksins eftir frábært hlaup og spilaði síðan skynsamlega. Flott fraumraun. New England er því búið að vinna alla þrjá leiki sína á tímabilinu og það án Tom Brady. Liðið virðist geta unnið með hvaða leikstjórnanda sem er. Brady á einn leik eftir í banni og er hann kemur til baka verður liðið fyrst illviðráðanlegt. Brissett kláraði 11 af 19 sendingum sínum í nótt fyrr 103 jördum. Hann hljóp 48 jarda og skoraði snertimark eins og áður segir. Hann kastaði engum bolta frá sér heldur. Milljarðamaðurinn Brock Osweiler, leikstjórnandi Houston, var arfaslakur. Kláraði 24 af 41 sendingu sinni fyrir 196 jördum. Ekkert snertimark og einn tapaður bolti. Þetta var fyrsta tap Houston í vetur.
NFL Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira