Píratar ráku kosningastjóra vegna skoðanaágreinings Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. september 2016 07:00 Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmnastjóri Pírata Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar. „Nú er grasrótin tekin við og það er búið að skipa kosningastjórn,“ sagði Sigríður Bylgja jafnframt. Jóhann tekur undir skýringar Sigríðar Bylgju. „Það var smá ágreiningur um það hvaða leiðir við myndum fara í þessari kosningabaráttu.“ Jóhann segir uppsögnina ekki tengjast þeim ágreiningi sem varð um val á lista í Norðvesturkjördæmi Á fésbókarsíðu sinni segist Jóhann að framkvæmdastjóri og framkvæmdaráð Pírata hafi óskað eftir því að hann segði upp störfum. Hann segir jafnframt að ný skoðanakönnun sýni flokkinn stærsta stjórnmálaflokk landsins ásamt Sjálfstæðisflokknum, en hvor flokkur um sig mælist með 22,7 prósent fylgi. Jóhann Kristjánsson.„Ég kýs að nota skoðanakannanir til að styðjast við hvernig hefur miðað, og auðvitað á endanum niðurstöður kosninganna sem endanlegan mælikvarða á árangur,“ segir hann. Jóhann segir Pírata hafa náð að halda sjó gegnum erfið prófkjör og stundum erfiðar innri umræður. Það segi sér að framboðið var á réttri leið. „Líklega er versta bakslagið sem upp hefur komið hjáseta þinghópsins við atkvæðagreiðslu búvörusamningsins. Þar á grasrótin sinn þátt að mínu mati,“ segir hann. Jóhann hefur talsverða reynslu af störfum tengdum stjórnmálum. Hann var kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar í alþingiskosningunum 2009 og varð síðar framkvæmdastjóri þingflokksins eftir kosningarnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Sjá meira
Píratar ráða kosningastjóra Jóhann Kristjánsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Pírata fyrir væntanlegar kosningar til Alþingis í haust. 31. maí 2016 22:19