Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2016 15:41 Valhöll. Vísir/Pjetur Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn Landssambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir Helga Dögg að ekki sé hægt að tala um nein næstu skref aðspurð að því hvað taki við. Hægri sinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni líkt og rætt hefur verið um að undanförnu. Þær séu ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Helga Dögg, Þórey og Jarþrúður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þær segja að viðbrögð við niðurstöðum prófkjara Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, þar sem karlar hlutu efstu sæti lista flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi sýni að málflutningur þar sem talað er um að mikilvægt sé að velja „hæfasta einstaklinginn“ sé úreltur.Sjá einnig:Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þó að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Telja þær að prófkjör séu úrelt leið við val á lista. Í samtali við Vísi segir Helga Dögg að ekki sé hægt að tala um nein næstu skref aðspurð að því hvað taki við. Hægri sinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni líkt og rætt hefur verið um að undanförnu. Þær séu ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni.Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er ein þeirra sem sagt hafa sig úr Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Valli„Það er kominn tími til að horfast í augu við það að prófkjör eru úrelt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja þær að niðurstöður prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi séu áfall fyrir flokkinn og að það sé óviðunandi að aðeins ein kona verði oddviti fyrir flokkinn á landsvísu á næsta kjörtímabili sem sé óviðunandi. Segjast þær hafa barist fyrir auknum áhrifum kvenna í Sjálfstæðisflokkinum og og mótmælt þeirri nálgun að ekki megi tala fyrir jöfnum áhrifum kynja innan hans. Það sé sjálfsögð krafa að á árinu 2016 að konur og karlar hafi sömu tækifæri til að hafa áhrif á mótun löggjafar og stefnu í samfélaginu.Sjá einnig:Afhroð Sjálfstæðiskvenna - Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld„Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins,“ segja þær. „Nú er sú staða hugsanlega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum muni taka sæti á komandi þingi.“ Þessu geti þær ekki unað og því hafi þær tekið þá ákvörðun að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virðist sem svo að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og þær íhaldssömu skoðanir sem þar virðast ríkja.“Yfirlýsingin í heild sinni„Við undirritaðar, formaður og tveir fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna, höfum sagt okkur úr Sjálfstæðisflokknum. Undanfarin ár höfum við varið kröftum okkar og tíma í þágu flokksins og talað fyrir jafnrétti kynjanna þegar kemur að vali í áhrifastöður innan flokksins og kjöri fulltrúa. Nú teljum við fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.Ýmis skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til aukins jafnréttis kynjanna á síðustu árum. Víðtæk andstaða hefur þó verið gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokksins í þá veru að konur fáist til þátttöku. Mikið hefur verið talað fyrir því að velja „hæfasta einstaklinginn“. Það sannaði sig í prófkjörum síðustu vikna að þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þó að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að prófkjör eru úrelt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar. Við höfum barist fyrir aukinni ábyrgð kvenna í flokknum og mótmælt þeirri nálgun að ekki megi tala fyrir jöfnum áhrifum kynja innan hans. Þar sem við vorum drifnar áfram af ólýsanlegri bjartsýni og ofurtrú á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi breytast og beita sér í verki fyrir auknu jafnrétti kynjanna, héldum við áfram að taka slagi fyrir konur.Við höfum m.a. haldið fjölda leiðtoganámskeiða fyrir konur, hvatningar- og stuðningsfundi fyrir konur sem hafa hug á að bjóða sig fram, talað fyrir mikilvægi þátttöku kvenna á ótal fundum innan flokksins, haldið ýmsa viðburði til að efla tengslanet kvenna, hvatt flokksmenn með ýmsum hætti til að kjósa konur, mótað og fengið samþykkta jafnréttisstefnu, haft frumkvæði af því að fá landsfund 2015 tileinkaðan konum og náð fram breytingum á skipulagsreglum flokksins þar sem jafnrétti kynjanna var staðfest sem eitt af grunngildum hans. Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins ― niðurstöður prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi eru áfall fyrir flokkinn. Aðeins ein kona verður oddviti fyrir flokkinn á landsvísu á næsta kjörtímabili sem er óviðunandi. Og nú er sú staða hugsanlega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum muni taka sæti á komandi þingi.Okkur eru það mikil vonbrigði að flokkurinn hafi ekki farið í þá vegferð með Landssambandinu að tryggja að staða eins og sú sem kom upp í Suður- og Suðvesturkjördæmi nú og í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2014 gæti ekki komið upp aftur. Nú, á árinu 2016, gerum við þá sjálfsögðu kröfu að konur og karlar hafi sömu tækifæri til að hafa áhrif á mótun löggjafar og stefnu í samfélaginu. Af þessari kröfu viljum við ekki gefa neinn afslátt. Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virðist sem svo að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og þær íhaldssömu skoðanir sem þar virðast ríkja. Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna frá 2015 Jarþrúður Ásmundsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (2011-2013) Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (2013-2015)“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn Landssambandsins, þær Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Segja þær „fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“ Þá hafa tíu konur af fjórtán í stjórn Landsambandsins sagt sig úr stjórninni og nokkrar af þeim íhuga að segja sig úr flokknum. Í samtali við Vísi segir Helga Dögg að ekki sé hægt að tala um nein næstu skref aðspurð að því hvað taki við. Hægri sinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni líkt og rætt hefur verið um að undanförnu. Þær séu ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni. Helga Dögg, Þórey og Jarþrúður sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þær segja að viðbrögð við niðurstöðum prófkjara Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, þar sem karlar hlutu efstu sæti lista flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi sýni að málflutningur þar sem talað er um að mikilvægt sé að velja „hæfasta einstaklinginn“ sé úreltur.Sjá einnig:Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þó að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Telja þær að prófkjör séu úrelt leið við val á lista. Í samtali við Vísi segir Helga Dögg að ekki sé hægt að tala um nein næstu skref aðspurð að því hvað taki við. Hægri sinnað kvennaframboð sé ekki inn í myndinni líkt og rætt hefur verið um að undanförnu. Þær séu ekki að fara að ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka á næstunni.Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er ein þeirra sem sagt hafa sig úr Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Valli„Það er kominn tími til að horfast í augu við það að prófkjör eru úrelt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja þær að niðurstöður prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi séu áfall fyrir flokkinn og að það sé óviðunandi að aðeins ein kona verði oddviti fyrir flokkinn á landsvísu á næsta kjörtímabili sem sé óviðunandi. Segjast þær hafa barist fyrir auknum áhrifum kvenna í Sjálfstæðisflokkinum og og mótmælt þeirri nálgun að ekki megi tala fyrir jöfnum áhrifum kynja innan hans. Það sé sjálfsögð krafa að á árinu 2016 að konur og karlar hafi sömu tækifæri til að hafa áhrif á mótun löggjafar og stefnu í samfélaginu.Sjá einnig:Afhroð Sjálfstæðiskvenna - Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld„Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins,“ segja þær. „Nú er sú staða hugsanlega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum muni taka sæti á komandi þingi.“ Þessu geti þær ekki unað og því hafi þær tekið þá ákvörðun að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virðist sem svo að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og þær íhaldssömu skoðanir sem þar virðast ríkja.“Yfirlýsingin í heild sinni„Við undirritaðar, formaður og tveir fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna, höfum sagt okkur úr Sjálfstæðisflokknum. Undanfarin ár höfum við varið kröftum okkar og tíma í þágu flokksins og talað fyrir jafnrétti kynjanna þegar kemur að vali í áhrifastöður innan flokksins og kjöri fulltrúa. Nú teljum við fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.Ýmis skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til aukins jafnréttis kynjanna á síðustu árum. Víðtæk andstaða hefur þó verið gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokksins í þá veru að konur fáist til þátttöku. Mikið hefur verið talað fyrir því að velja „hæfasta einstaklinginn“. Það sannaði sig í prófkjörum síðustu vikna að þessi málflutningur er úreltur og ekki í neinum takti við nútímann og enn einu sinni kom í ljós að prófkjör skila ekki endilega góðum niðurstöðum þó að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að prófkjör eru úrelt leið við val á lista. Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigra sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar. Við höfum barist fyrir aukinni ábyrgð kvenna í flokknum og mótmælt þeirri nálgun að ekki megi tala fyrir jöfnum áhrifum kynja innan hans. Þar sem við vorum drifnar áfram af ólýsanlegri bjartsýni og ofurtrú á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi breytast og beita sér í verki fyrir auknu jafnrétti kynjanna, héldum við áfram að taka slagi fyrir konur.Við höfum m.a. haldið fjölda leiðtoganámskeiða fyrir konur, hvatningar- og stuðningsfundi fyrir konur sem hafa hug á að bjóða sig fram, talað fyrir mikilvægi þátttöku kvenna á ótal fundum innan flokksins, haldið ýmsa viðburði til að efla tengslanet kvenna, hvatt flokksmenn með ýmsum hætti til að kjósa konur, mótað og fengið samþykkta jafnréttisstefnu, haft frumkvæði af því að fá landsfund 2015 tileinkaðan konum og náð fram breytingum á skipulagsreglum flokksins þar sem jafnrétti kynjanna var staðfest sem eitt af grunngildum hans. Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins ― niðurstöður prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi eru áfall fyrir flokkinn. Aðeins ein kona verður oddviti fyrir flokkinn á landsvísu á næsta kjörtímabili sem er óviðunandi. Og nú er sú staða hugsanlega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum muni taka sæti á komandi þingi.Okkur eru það mikil vonbrigði að flokkurinn hafi ekki farið í þá vegferð með Landssambandinu að tryggja að staða eins og sú sem kom upp í Suður- og Suðvesturkjördæmi nú og í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík 2014 gæti ekki komið upp aftur. Nú, á árinu 2016, gerum við þá sjálfsögðu kröfu að konur og karlar hafi sömu tækifæri til að hafa áhrif á mótun löggjafar og stefnu í samfélaginu. Af þessari kröfu viljum við ekki gefa neinn afslátt. Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virðist sem svo að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og þær íhaldssömu skoðanir sem þar virðast ríkja. Helga Dögg Björgvinsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna frá 2015 Jarþrúður Ásmundsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (2011-2013) Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna (2013-2015)“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19