Ground control to Major Tom Kristín Sigurgeirsdóttir skrifar 21. september 2016 17:55 Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk martröð í nótt. Ég var Major Tom í laginu Space Oddity hans David Bowie. Ég var í geimflaug sem var verið að fara að skjóta upp. Ég átti að fara út í geim að athuga hvort aðrar plánetur væru lífvænlegar fyrir okkur. Ef þessi jörð skyldi klikka. Þið vitið út af loftslagsbreytingunum og allt það. „Take your protein pills and put your helmet on.“ Mér leist ekki á blikuna að þurfa að fara út í óvissuna. Ísland var að enda við að skrifa undir Parísarsamkomulagið. Yrði þá ekki bara allt í lagi? Hækkun hitastigs jarðar yrði undir 1,5° C og allt í góðu? Nei, það er víst ekki nóg að skrifa bara undir fallegar viljayfirlýsingar. Það þarf að grípa til að gerða til að ná árangri. Auðlindir jarðarinnar eru ekki ótæmandi og við getum ekki haldið áfram að haga okkur eins og við höfum gert. Loftgæði hafa minnkað, vatn er víða af skornum skammti og moldin eyðist hratt. Hafið heldur áfram að súrna og fyllast af plasti. Bæði stærri plastdrasli og litlum plastögnum sem ógna lífríkinu og komast inn í hringrás vistkerfisins. „Commencing countdown, engines on.“ En hvaða aðgerða? „Ten“ Ekki fara út í olíuleit og olíuvinnslu. Ok, lítið mál að hætta við það sem aldrei hefur verið byrjað á. „Nine“ Lækka skatta á allt vistvænt til að stýra hegðun neytenda í vistvæna átt. „Eight“ Efla innlenda matvælaframleiðslu með því að styrkja sjálfbæran landbúnað. „Seven“ Draga úr matarsóun. „Six“ Banna innflutning á bílum sem nota jarðefnaeldsneyti og snarfjölga bílum og skipum sem nota endurnýjanlega orkugjafa. Leyfa ráðherrunum að sýna gott fordæmi þar með ráðherrabílunum sínum. „Five“ Endurheimta votlendi, og röskuð vistkerfi í gegnum vistheimt og skóggræðslu. „Four“ Styrkja umhverfisvitund og vistlæsi svo við getum öll sýnt ábyrgð í umhverfismálum og dregið úr mengun og auðlindasóun. „Three“ Halda grænt bókhald, svo við vitum hvað við erum að losa af gróðurhúsalofttegundum, og endurnýja markmiðin reglulega miðað við framþróun. „Two“ Tryggja góðar almenningssamgöngur og byggja upp innviði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „One“ Nýting á auðlindum verði alltaf tekin með umhverfis- og náttúruverndargleraugum með sjálfbærni og fræðilega þekkingu að leiðarljósi. „Liftoff“ Þetta og svo margt annað er hægt að gera. Það er ekki of seint að bregðast við. „I think my spaceship knows which way to go.“
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun