Íslendingar 800.000 árið 2050 Unnsteinn Jóhannsson skrifar 20. september 2016 09:57 Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun