Vilja að fleiri greinar greiði auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2016 07:00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræddu skattamál í gær. Þeirra á meðal voru Bjarni Benediktsson, Smári McCarthy, Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson. vísir/gva Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Sjá meira
Forystumenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi eru almennt sáttir við hugmyndir verkefnisstjórnar um breytingar á skattkerfinu. Hugmyndirnar voru birtar opinberlega í sumar en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði, kynnti þær á fundi Viðskiptaráðs og Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formannsframbjóðandi í Framsóknarflokknum, sagði þó að sér hugnaðist síst tillagan um eitt virðisaukaskattskerfi. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það eru ekkert mörg lönd í kringum okkur sem hafa farið þessa leið. Fyrst og fremst Danmörk,“ sagði Sigurður Ingi. Hann bætti við að með þessari breytingu yrði samkeppnisstaða Íslands við önnur lönd verri og þrýstingur myndi skapast á að setja virðisaukaskattinn niður í núll. „Þetta er útópía sem er falleg fyrir marga í hagfræði en pólitískt held ég að hún sé mjög erfið,“ sagði Sigurður Ingi. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagðist í raun vera hrifin af hugmyndinni um eitt virðisaukaskattþrep. „En vandinn sem er þarna er að maturinn fer þá úr 11 prósentum í 19,“ sagði Oddný. Hún segist sannfærð um að slík hækkun kæmi sér illa fyrir fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna. „Þess vegna set ég spurningarmerki við þetta. Það yrði þá að koma einhver kröftug mótvægisaðgerð til þess að mæta þessu,“ sagði Oddný. Björt framtíð telur að einfalda megi virðisaukaskattskerfið með fækkun undanþága en Óttarr Proppé, formaður flokksins, sagði að það þyrfti að fara varlega í þær breytingar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það gæti verið flókið að gera virðisaukaskattskerfið að einu þrepi og breytingarnar sem hingað til hefðu verið gerðar hefðu verið flóknar. „En ég held að það geti verið sóknarfæri í vaskbreytingunni með því að horfa á hana sem skattalækkun.“ Sigurður Ingi segir mikilvægt að þegar auðlindagjöld séu ákveðin sé mikilvægt að horfa heildstætt á atvinnulífið, en ekki einungis á sjávarútveginn. „Við Framsóknarmenn höfum sagt að það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina og segja að það verði að vera eitthvert jafnræði í gjaldtöku á þessum auðlindum okkar allra,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlynntur hugmyndum um gistináttagjald og gjaldtöku á bílastæðum við ferðamannastaði. Þá sagði Sigurður Ingi að veiðigjaldakerfið væri ekki nægjanlega gott. Það þurfi að snúast um arðsemina. En forsætisráðherrann sagði mjög brýnt að horfa á heildarmyndina. Gagnrýndi hann hugmyndir vinstri flokkanna um ókeypis heilbrigðiskerfi sem fjármagna ætti með auknum álögum á sjávarútveginn. „Það er enginn að fara að taka tugi milljarða, til dæmis af sjávarútvegi, til þess að standa undir einhverjum skattalækkunum fyrir alla aðra eða að allt í einu verði einhver kerfi ókeypis. Við verðum að horfa á heildarmyndina og hvað er raunhæft,“ sagði hann. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði að efnahagsmál á Íslandi væru í ágætum farvegi en það væri þörf fyrir uppbyggingu innviða. Gjöld á sjávarútveg væru bara ein leið til að fjármagna það. „Við teljum að það sé hægt að sækja ýmsar tekjur. Við lögðum á sínum tíma á orkuskatt, sem er einhvers konar auðlindatekjuskattur,“ sagði hún. Eðlilegt sé að taka gjald af hverjum þeim auðlindum sem nýttar eru í arðsemisskyni. „Ferðaþjónustan hefur ekki fengið verðskuldaða athygli í stefnumótun stjórnvalda. Þar hefur tími farið til spillis og við höfum verið á rangri leið í því að hugsa hvernig við viljum að ferðaþjónustan skili tekjum til samfélagsins,“ sagði Katrín.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Fleiri fréttir „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Sjá meira