Jóhann Jóhannsson semur tónlistina fyrir næstu mynd Aronofsky Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 20:23 Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp. Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld mun semja tónlistina fyrir næstu kvikmynd bandaríska leikstjórans Darren Aronofsky en á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru þau Jennifer Lawrence, Javier Bardem og Ed Harris. Jóhann hefur samið tónlist fyrir fjölda kvikmynda og hlotið mikið lof fyrir en hann hlaut meðal annars Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í myndinni The Theory of Everything auk þess sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna. Greint var frá samstarfi þeirra Aronofsky og Jóhanns í kvöldfréttum RÚV en Aronofsky hlaut í dag heiðursverðlaun RIFF fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Aronofsky verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Aronofsky stefnir á að frumsýna myndina á næsta ári en hún hefur ekki fengið nafn enn og er einfaldlega kölluð „Untitled Darren Aronofsky Project“ á kvikmyndavefnum IMDB. Aronofsky er einn virtasti kvikmyndaleikstjóri í heimi en hann á baki myndir á borð við Requiem for a Dream, Black Swan og Noah sem var einmitt tekin að hluta til hér á landi. Í viðtali við RÚV sagðist Aronofsky stefna á að taka upp aðra mynd hér í framtíðinni og að hann geti ekki raun ekki beðið eftir því að koma hingað til að taka upp.
Golden Globes RIFF Tengdar fréttir Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00 Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00 Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18 Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 3. október 2016 10:00
Sundáhrif Sólveigar opna RIFF RIFF verður sett í þrettánda sinn við hátíðlga athöfn í Háskólabíói í kvöld. Opnunarmynd hátíðarinnar er fransk/íslenska kvikmyndin Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach. 29. september 2016 10:00
Andi Frankeinsteins sveif yfir vötnum í Sundhöllinni Kvikmyndin Frankeinstein var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi. 2. október 2016 17:18