Uppbrot fjórflokksins blasir við Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 11:52 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir allt opið fyrir stjórnmálaflokkana ennþá þótt stutt sé til kosninga. VÍSIR/HÖRÐUR SVEINSSON Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Til að tryggja sér sæti á Alþingi þurfa íslenskir stjórnmálaflokkar að ná minnst 5% fylgi í kosningum. Þetta er nokkuð hærri þröskuldur en annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag fær Björt framtíð 6,9% fylgi, sem er það mesta sem flokkurinn hefur mælst með frá því í mars 2015. Viðreisn mælist einnig með 6,9% og fengju báðir flokkarnir því þingsæti, auk Pírata og rótgrónari flokka sem myndað hafa fjórflokkinn svo kallaða.Einstök staða sem við höfum ekki séð áður Eiríkur Bergmann stjórnamálafræðingur segir allmikil tíðindi í þessari könnun. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun, „Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eriíkur. „Hinsvegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Gömlu lögmálin gilda ekki lengur Slík oddastaða með sjö flokkum gæti leitt til þess að á Alþingi myndist skýrari fylkingar til hægri og vinstri líkt og gerist í norræna flokkakerfinu, að mati Eiríks. Í öllu falli virðist blasa við uppbrot þess kerfis sem Íslendingar hafa lengst af búið við en byrjaði að riða til falls í kjölfar efnahagshrunsins. Eiríkur segir sveiflurnar á fylginu allavega það miklar að gömlu lögmálin gildi greinilega ekki jafnt og þau gerðu í eitt sinn. „Fjórflokkskerfið sem hefur tryggt þessum fjórum flokkum alræðið í íslenskum stjórnmálum, það getur verið að líða undir lok og fleiri flokkar að brjóta sér leið inn í þetta kerfi þannig að um eðlisbreytingu á því geti orðið. Það er vel mögulegt samkvæmt þessum könnunum. En svo ef maður les þessar breytingar í samspili hver við aðra sjáum við að það eru töluvert miklar sveiflur þarna á milli þannig að staðan er ennþá verulega óviss “Óvenjumargir óákveðnir Óvissan felst ekki síst í því að aðeins tæp 57% þeirra sem náðist í tóku afstöðu. Þótt aðeins séu 23 dagar til kosninga virðast því óvenjumargir enn vera óákveðnir, og helgast líklega af því hve kosningarnar ber að með óvenjulegum hætti og á óvenjulegum tíma. „Þannig að það getur vel verið að upp úr kjörkössunum komi önnur mynd en blasir við okkur í dag. Allavega virðist vera opið færi fyrir stjórnmálaflokkana ennþá, þessi markaður er einhvern veginn ekkert að lokast," segir Eiríkur Bergmann.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Sjálfstæðisflokkurinn mælist langstærsti flokkurinn i nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Píratar tapa miklu fylgi. Framsóknarflokkurinn og VG jafnstórir. Þingmaður Framsóknarflokkinn segir flokkinn eiga meira inni. 28. september 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30