Þyngdaraflið verður ekki hunsað – tilfelli Venesúela Lars Christensen skrifar 5. október 2016 10:00 Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun