Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar: „Nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 21:33 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála-og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars. Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema lágmarksútsvar sveitarfélaganna en þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og fjármála-og efnahagsráðherra í kosningaþætti RÚV í kvöld þar sem rætt var um efnahagsmál og atvinnulíf. Hugmyndin er ekki ný af nálinni innan flokksins en á haustþingi árið 2014 lögðu sex þingmenn hans fram frumvarp þess efnis að afnema skyldi lágmarksútsvar. Frumvarpið, sem fékkst ekki afgreitt á þingi, mætti mikilli andstöðu í umsögnum sem ýmis sveitarfélög skiluðu inn til Alþingis sem og í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga en lágmarksútsvar er í dag 12,44 prósent en hámarksútsvar er 14,52 prósent. Langflest sveitarfélög innheimta hámarksútsvar í ár samkvæmt yfirliti sem birt er á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga en aðeins þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna gaf lítið fyrir þá hugmynd Sjálfstæðisflokksins að lækka lágmarksútsvar. „Mér finnst þetta nánast fyndið loforð hjá Bjarna Benediktssyni sem er talið til tíðinda að afnema lágmarksútsvar við þær aðstæður sem sveitarfélögin í langflest þeirra fullnýta útsvarsstofn sinn og örfá rík sveitarfélög sem gætu farið niður úr þessu gólfi sem nú er. Ég held það væri nær að ræða hér hvernig við ætlum að deila betur tekjum með sveitarfélögum þannig að þessi tvö stjórnsýslustig sem sameiginlega eru ábyrg fyrir velferðarsamfélaginu á íslandi búi við einhverja svipaða afkom,“ sagði Steingrímur í þætti RÚV í kvöld. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga var því velt upp að mikið ójafnræði gæti skapast af því að afnema lágmarksútsvar og þá sagði þar jafnframt að sambandinu hefðu borist allnokkrar umsagnir frá sveitarfélögum sem öll lögðust gegn samþykkt frumvarpsins. Þá lagðist sambandið sjálft gegn afnámi lágmarksútsvars og sagði að miðað við núverandi forsendur væri engin þröf fyrir afnám lögbundins lágmarksútsvars.
Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Sjá meira