Innlent

20 prósent auglýsinga fara til Facebook og Google

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Vísir/Daníel
Skipuð verður þverpóli­tísk nefnd sem á að gera úttekt á stöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi í ljósi aðstæðna á auglýsingamarkaði, tæknibreytinga á undanförnum árum og aukinnar sóknar erlendra aðila inn á íslenskan fjölmiðlamarkað.

Nefndin á að skila tillögum um breytingar á lögum og/eða aðrar nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstrarumhverfi til fjármála- og efnahagsráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra fyrir 15. febrúar. Í greinargerð kemur fram að vísbendingar séu um að auglýsingamarkaðurinn hér á landi hafi ekki vaxið sem skyldi þrátt fyrir batnandi efnahag þjóðarinnar, m.a. þar sem sífellt stærri hluti auglýsingafjár sé notaður til að kaupa auglýsingapláss hjá erlendum stórfyrirtækjum á borð við Facebook og Google. Óformlegar athuganir í Danmörku benda til þess að allt að 20 prósentum auglýsingafjár danskra auglýsenda sé ráðstafað til erlendra aðila. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×