Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2016 13:13 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira