Trump sakaður um svæsna karlrembu við tökur á raunveruleikaþætti sínum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2016 13:38 Þættirnir voru gríðarlega vinsælir undir stjórn Trump. Vísir/Getty Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Hópur fyrrum þáttakenda og starfsmanna raunveruleikaþáttarins The Apprentice sem stýrt var af Donald Trump um árabil hefur sakað forsetaefni Repúblikana um svæsna karlrembu í garð kvenna við tökur á þáttunum.Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn fréttastofu Associated Press þar sem rætt var yfir tuttugu manns sem komu að þáttunum á sínum tíma en Trump, sem framleiðir þættina enn þann í dag, stýrði þeim á árunum 2004 til 2015. Þættirnir voru mjög vinsælir en í þeim keppti hópur þáttakanda um að fá að stýra fjárfestingarverkefni á vegum Trump. Þeim sem Trump þótti ekki standa sig í stykkinu voru reknir á staðnum. Fyrrum þáttakendur segja að Trump hafi ítrekað rætt fjálglega um brjósastærð þáttakenda og starfsmanna þáttarins og við hverja þeirra hann væri til í að stunda kynmök með. Þá segir Katherine Walker, fyrrum framleiðandi, þáttarsins að Trump hafi ítrekað rætt um líkama kvenkyns starfsfólks þáttanna og velt því fyrir sér hver þeirra myndi standa sig best í rúminu.Bað karlkyns þáttakendur um að gefa kvenkyns þáttakendum einkunn byggða á útliti þeirra Segja þáttakendurnir og starfsmennirnir að Trump hafi oftar en ekki látið ummæli sín falla á meðan á tökum stóð og að þau hafi síðan verið klippt út áður en að þátturinn var sendur í loftið.„Þú ert rekinn“ var helsti frasi Trump í þáttunumVísir/Getty„Ef það var hlé á tökum þá leit hann kannski á einhverja konu í tökuliðinu og sagði: „Þú ert sjóðandi heit í dag. Þessi kjóll fer þér mjög vel,“ áður en hann sneri sér að karlkyns meðlimi í tökuliðinu og spurði hann hvort að hann myndi ekki vilja sofa hjá viðkomandi,“ er haft eftir einum viðmælenda AP. Þá segja þau einnig frá því að Trump hafi beðið karlkyns þáttakendur í þáttunum um að gefa kvenkyns þáttakendum þáttarins einkunn eftir útliti þeirra.Sjá einnig: Trump segir Machado viðbjóðslega Talsmaður Trump segir þessar ásakanir vera tilhæfulausar með öllu og þarna sé á ferðinni óánægðir fyrrum starfsmenn þáttarins sem vilji koma höggi á Trump. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu varpað ljósi á upplýsinga sem draga í efa hæfni Trump til þess að gegna embætti forseta Bandaríkjanna og má þar nefna upplýsingar sem gefa til kynna að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt í fjölda ára. Trump háir nú harða baráttu um forsetaembætti Bandaríkjanna við Hillary Clinton sem aukið hefur forskot sitt í skoðanakönnunum í kjölfar kappræðna þeirra sem fram fóru í síðustu viku. Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum 8. nóvember 2016.Hér að neðan má sjá umfjöllun NBC um þau áhrif sem The Apprentice hafði á forsetaframboð Trump
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14 Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Trump segir Machado viðbjóðslega Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði í gær að fegurðardrottningin Alicia Machado væri viðbjóðsleg. Machado hefur undanfarna daga, í samstarfi við forsetaframboð Demókratans Hillary Clinton, gagnrýnt Trump fyrir að hafa haft um sig niðrandi ummæli í kjölfar sigurs hennar í Miss Universe árið 1996, keppni sem var þá í eigu Trumps. 1. október 2016 07:00
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Trump kann að hafa sloppið við greiðslu tekjuskatts í átján ár New York Times hefur látið sérfræðinga í skattamálum rannsaka skattskýrslu Trump frá árinu 1995. 2. október 2016 10:14
Clinton og Trump í hár saman á Twitter vegna kvenfjandsamlegra ummæla Trump Nýjasta vígstöð forsetakosninganna í Bandaríkjunum er á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, hjólaði í Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, eftir að sá síðarnefndi lét fegurðardrottningu og fyrrverandi Ungfrú Bandaríkin heyra það á Twitter. 30. september 2016 21:45