Grípum tækifæri framtíðarinnar Illugi Gunnarsson skrifar 3. október 2016 00:00 Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag verður hrint úr vör metnaðarfullu verkefni sem ber yfirskriftina Kóðinn 1.0. Verkefnið er ætlað börnum í sjötta og sjöunda bekk og er unnið í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samtaka iðnaðarins ásamt fyrirtækjum í tæknigeiranum, Ríkisútvarpinu og Menntamálastofnun. Markmiðið með Kóðanum 1.0 er að efla skilning og þekkingu á forritun og kynna fyrir íslenskum börnum þá möguleika sem aukin hæfni í upplýsingatækni getur gefið þeim í framtíðinni. Öllum nemendum í sjötta og sjöunda bekk mun á næstu misserum gefast kostur á því að fá gefins smátölvu sem nefnist Micro:bit. Það er einfalt, lítið tæki sem gefur krökkum kjörið tækifæri til að kynnast forritun á eigin forsendum með skapandi vinnu og tilraunum sem virkjar þannig frumkvæði og forvitni þeirra sjálfra. Í framhaldinu verður boðið upp á vikulegar áskoranir og nemendur munu fá aðgang að fræðslu og leiðbeiningum um notkun Micro:bit. Þá verður kennurum einnig boðin fræðsla um notkun Micro:bit. Allar upplýsingar verður að finna á heimasíðu Kóðans, krakkaruv.is. Það er von þeirra sem standa að verkefninu að með því öðlist íslensk börn og ungmenni aukinn skilning á forritun og gildi hennar í þeirra daglega lífi, átti sig á þeim tækifærum sem felast í forritun og komist að raun um að hún er nú orðinn hluti af nær öllum sviðum atvinnulífsins. Heimurinn hefur á seinustu öldum breyst hraðar en nokkru sinni fyrr í mannkynssögunni. Veröldin sem við þekkjum í dag er að ýmsu leyti allt önnur en sú sem mörg okkar ólumst upp í. Mörg af þeim störfum sem við inntum af hendi fyrir 20 árum eru ekki lengur til, og það er ýmislegt sem bendir til þess að sum af þeim störfum sem við þekkjum í dag muni tilheyra sögubókunum eftir önnur 20 ár. Á tímum þar sem tækniþróun er svo ör að vandasamt getur verið að fylgja henni eftir er brýnt að íslensk börn búi yfir þekkingu og færni til að grípa tækifærin sem munu óhjákvæmilega standa þeim til boða í framtíðinni. Þörf atvinnulífsins fyrir einstaklinga sem búa yfir skapandi hugsun og þekkingu á forritun er mikil og fer ört vaxandi. Sú þörf afmarkast ekki við fyrirtæki í tölvuiðnaðinum heldur er vandfundin sú atvinnugrein, bæði á vettvangi hins opinbera og í einkageira, þar sem ekki eru gríðarleg tækifæri fyrir þá sem hafa náð tökum á forritun. Í þessu samhengi má telja sennilegt að þekking og færni í forritun, rökhugsun og nýsköpun muni skipta sköpum fyrir framtíðarlífsgæði Íslendinga almennt. Þjóðir sem fara á mis við tækifæri framtíðarinnar munu því að öllum líkindum verða eftirbátar annarra þegar kemur að því hvaða lífskjör munu standa þegnum þess til boða. Vonandi munu þessi litlu handhægu tæki vekja áhuga og forvitni meðal íslenskra barna og ungmenna. Þau fá nú tækifæri til að fara með þau heim og prófa sjálf, gera tilraunir, reka sig á veggi og upplifa að endingu bæði smáa og stóra sigra. Ég kann þeim sem koma að verkefninu mínar bestu þakkir fyrir sitt framlag. Sérstaklega þykir mér virðingarvert hve mörg fyrirtæki hafa gefið vinnu, ráðgjöf og fjármuni til þess að stuðla að því að íslensk börn og ungmenni fái notið þeirra lífskjara sem þau eiga sannarlega skilið í framtíðinni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun