Stjórnarflokkarnir eiga litla möguleika á stjórnarmyndun eftir kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2016 19:15 Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn. Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
Engir flokkar gætu myndað tveggja flokka ríkisstjórn að afloknum kosningum miðað nýjustu könnun Stöðvar 2, Fréttablaðsins og Vísis. Stjórnarflokkarnir gætu átt erfitt með að komast í stjórn vegna andstöðu við þá innan Pírata og Vinstri grænna sem yrðu stærstu flokkarnir á þingi ásamt Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðistflokkurinn nýtur mest fylgis með 23,7 prósent og fengi 17 þingmenn samkvæmt könnun fréttastofunnar sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Píratar fylgja þar á eftir með 20,7 prósent og 14 þingmenn og Vinstri græn mælast nú með 19,2 prósent og fengju 13 þingmenn. Það má því telja líklegt að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands myndi fela forystumanni einhverra þessara þriggja flokka stjórnarmyndunarumboðið ef þetta yrði niðurstaða kosninga.Þá kæmu einungis þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórnir til greina til að mynda meirihluta á Alþingi, þar af eru sex stjórnarmynstur með Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Ríkisstjórn núverandi stjórnarflokka auk Pírata hefði mikinn meirihluta á þingi eða 37 þingmenn. En þessi stjórn telst varla líkleg eftir yfirlýsingar Pírata sem vilja ekki vinna með stjórnarflokkunum. Þá myndu stjórnarflokkarnir í stjórn með Vinstri grænum hafa 36 þingmenn en þessi stjórn er heldur ekki mjög líkleg pólitískt séð.Þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Bjartri framtíð með samanlagt 35 þingmönnum eða skipt út Bjartri framtíð fyrir Samfylkinguna eða Viðreisn en slíkar stjórnir hefðu 34 þingmenn á bakvið sig. Og fjögurra flokka stjórn Sjálfstæðisflokks og allra flokka nema Pírata og Framsóknarflokks hefði 43 þingmenn en þetta stjórnarmynstur verður að teljast mjög ólíklegt.Fimm möguleikar stjórnarandstöðuflokkannaFimm möguleikar eru á ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks, tvær þriggja flokka stjórnir og þrjár fjögurra flokka stjórnir. Píratar, Vinstri græn og Framsóknarflokkur gætu myndað stjórn með 33 þingmönnum en ef Framsóknarmönnum yrði skipt út fyrir Bjarta framtíð hefði sú þriggja flokka stjórn 32 þingmenn, sem er minnsti mögulegi meirihlutinn á Alþingi. Ríkisstjórn núverandi fjögurra stjórnarandstöðuflokka á Alþingi hefði ríflegan meirihluta eða 36 þingmenn. Ef Samfylkingin væri ekki með í stjórn væri einnig hægt að mynda 36 þingmanna stjórn ef Viðreisn kæmi í stað Samfylkingarinnar en báðir flokkarnir fengju fjóra þingmenn kjörna samkvæmt könnuninni. Ef Björt framtíð yrði hins vegar einn stjórnarandstöðuflokka utan stjórnar en Viðreisn gengi til liðs við hina þrjá stjórnarandstöðuflokkana, hefði slík fjögurra flokka stjórn 35 þingmenn.
Kosningar 2016 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira