Menntun fyrir nýsköpun Oddný Harðardóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 19. október 2016 00:00 Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Framtíðin er núna og Samfylkingin ætlar að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár.Verðmæti hugvitsins Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Auðlindirnar eru góður grunnur til að byggja á, en það er ekki hægt að auka verðmæti þeirra með því að ganga sífellt lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast – hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi.Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá HR. Hún skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.Menntun er lykillinn Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast.Skemmtilegt samfélag Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og upp úr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft og skemmtilegt samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Framtíðin er núna og Samfylkingin ætlar að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár.Verðmæti hugvitsins Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Auðlindirnar eru góður grunnur til að byggja á, en það er ekki hægt að auka verðmæti þeirra með því að ganga sífellt lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast – hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi.Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá HR. Hún skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.Menntun er lykillinn Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast.Skemmtilegt samfélag Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og upp úr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft og skemmtilegt samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun