Lausnir eða lýðskrum í lífeyrismálum Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 19. október 2016 00:00 Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins fer mikinn í þessum málum og það er ekki furða. Formaðurinn Inga Sæland er innblásin og flugmælsk og hrífur marga með málflutningi sínum. Það er líka hárrétt sem hún segir, að fátækt meðal íslenskra barna er ólíðandi og það er svo sannarlega skylda samfélagsins að tryggja öllum börnum mannsæmandi viðurværi, eins og reyndar öllum öðrum sem ekki geta gert það sjálfir. En það eru hnökrar á málflutningnum sem er nauðsyn – já, skylda – að gagnrýna. Spurt er: Hvernig á að fjármagna bætt kjör aldraðra og öryrkja? Þau hafa svarað: með afturvirkri skattlagningu á lífeyrissjóðina; einhvers konar afnámi skattleysisins á inngreiðslur, sem hefur verið við lýði í tæp 30 ár. Þetta er ekki hægt. Skatturinn, sem vísað er til, liggur ekki og ávaxtar sig í lífeyrissjóðunum. Hann var aldrei borgaður. Hann varð eftir hjá sjóðsfélögunum vegna frádráttar frá skattstofni. Þessir peningar eru peningarnir sem fólkið hélt eftir og er búið að eyða fyrir löngu síðan. Auk þess gengur ekki upp að ætla að taka hundruð milljarða af lífeyrissjóðunum, en ætla þeim jafnframt áfram hlutverk sem ein af meginstoðum velferðarkerfisins. Ef þetta væri allt tekið af þeim, þyrftu þeir að skerða lífeyrinn mjög mikið, til viðbótar öllum þeim skerðingum sem eru þegar orðnar. Er það það sem Flokkur fólksins vill? Mundi það gagnast lífeyrisþegum?Betri lausn Til allrar hamingju er til betri lausn á þessu dæmi. Ríkið á bara að yfirtaka eignir og skuldbindingar lífeyrissjóðanna og tryggja öllum mannsæmandi lífeyri. Það á að gera séreignarsjóðina upp og borga þá út. Sameignarsjóðina á að leysa upp og jafna lífeyri í landinu, þannig að allir, sem ekki geta unnið fyrir sér sjálfir, eigi rétt á sama lífeyrinum, án þess að þurfa fyrst að kaupa sér þann rétt. Ef sama gengur yfir alla, er líka auðveldara að standa saman um að upphæðin sé mannsæmandi, heldur en ef mismunandi reikniformúlur eru notaðar fyrir öryrkja, aldraða, atvinnulausa, fólk í fæðingarorlofi, o.s.frv. Þessi leið heitir félagsvæðing lífeyriskerfisins og er hluti af almennri félagsvæðingu fjármálakerfisins, sem Alþýðufylkingin boðar, ein flokka. Sú almenna leið felur líka í sér lausn á öðru vandamáli: Ef alþýðan hefur aðgang að félagslegri fjármálaþjónustu, þar sem vextir eru ekki teknir af hóflegum lánum, þarf hún ekki framar að margborga húsnæðisverðið vegna hárra vaxta. Vextirnir sliga heimilin í dag, sliga þau sum í drep eða gjaldþrot. Þeir vextir standa undir ávöxtun lífeyrissjóðanna. Félagslegt fjármálakerfi og velferðarkerfi er því lausnin á hvoru tveggja: Tryggir öllum rétt til mannsæmandi framfærslu, og leysir fólk um leið undan drápsklyfjum vaxta af húsnæðislánum. Eru þetta ekki hagsmunir 95% landsmanna? Ölmusa er ekki farsæl pólitík fyrir alþýðuna og það heitir lýðskrum þegar fólk reynir að vinna fjöldans hylli með rangfærslum. En ef fólk vill slá tvær flugur í einu höggi, með félagsvæðingu fjármálakerfisins og velferðarkerfisins, vísar Alþýðufylkingin leiðina: leið samstöðu og leið baráttu, leiðina úr út greipum fjármálakapítalisma. Einu leiðina til jafnaðar og félagslegs réttlætis í landinu. Hollvinir íslenskrar alþýðu eiga að styðja Alþýðufylkinguna vegna þess að Alþýðufylkingin styður alþýðuna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun