VG bætir verulega við fylgið og andar ofan í hálsmál Pírata Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. október 2016 00:30 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, einn forystumanna Pírata, á spjalli. Flokkar þeirra eru langstærstu flokkarnir í stjórnarandstöðu miðað við nýja könnun fréttastofu 365. vísir/eyþór Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Samfylkingin mælist með helming af kjörfylgi sínu í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins Stöðvar 2 og Vísis. Fengi flokkurinn 6,5 prósent ef kosið væri nú en var með 12,9 prósent í Alþingiskosningunum 2013. Könnunin var gerð á þriðjudagskvöld og á mánudagskvöld.„Þetta eru mikil vonbrigði. En við stöndum hér í miðri kosningabaráttu og höfum trú á því að þetta verði ekki niðurstaðan á kjördag,“ segir Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 23,7 prósenta fylgi, sem er prósentustigi meira en þeir fengu í skoðanakönnun fyrir viku. Píratar eru næststærstir með 20,7 prósenta fylgi, sem er rúmum tveimur prósentustigum minna en þeir fengu í síðustu könnun. Munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Pírata milli vikna er innan skekkjumarka. Vinstri græn bæta aftur á móti við sig fylgi. Þeir fara úr 15,1 prósenti í 19,2 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Björt framtíð 7,4 prósent, Viðreisn 6,6 prósent og Samfylkingin fengi, sem fyrr segir 6,5 prósent. Þetta er þriðja vikan í röð þar sem niðurstöður benda til þess að sjö þingflokkar yrðu starfandi á Alþingi eftir kosningar. Oddný segir að það kunni að flækja stjórnarmyndunarviðræður ef úrslitin yrðu þessi. „En við erum með marga flokka sem eru með svipaðar áherslur og ættum að geta talað saman,“ segir Oddný.Inga Sæland er formaður Flokks fólksins.Flokkur fólksins mælist með 3,4 prósent og er nálægt 5 prósenta markinu sem myndi tryggja menn inn á þing. „Kjörorðið hennar Ingu er bjartsýni og bros bjargar deginum,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins, spurð að því hvort hún sé farin að gera sér vonir um sæti. Hún segir framhaldið á valdi kjósenda. „Ef þeir vilja mig þá er ég hér og ég er alltaf full af von. Það er nú þannig.“ Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.303 manns dagana 17. og 18. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 61,5 prósent. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 15,7 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, rúm 5,7 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæp 10,6 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35 Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Framsókn myndi missa tvo af fjórum þingmönnum sínum í Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun fréttastofu 365. Sex flokkar myndu ná inn kjördæmakjörnum þingmanni á þing. 18. október 2016 17:35
Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 14. október 2016 17:32