Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2016 19:46 Benedikt Jóhannesson er formaður Viðreisnar. Vísir/Stefán Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir flokkinn mæta galvaskur til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með lista yfir þau málefni sem flokkurinn leggur áherslu á. Flokkurinn sé reiðubúinn til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þeim málefnum. Þetta kemur fram í bréfi Benedikts til Pírata sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í kvöld. Útspil Pírata um síðustu helgi, þess efnis að fram fari viðræður milli þeirra, Viðreisnar, Samfylkingar og VG um einskonar kosningabandalag fyrir kosningar, vakti mikla athygli og er bréfið ætlað sem svar við boði Pírata. Bréfið sendi Benedikt jafnframt formönnum þeirra flokka sem Píratar höfðu einnig boðið til viðræðna. Í bréfinu segir Benedikt að að loknum kosningum hvíli sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. „Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum,“ segir í niðurlagi bréfsins. Bréfið í heild sinni: „Fyrir nokkrum dögum settu Píratar fram þá hugmynd að fimm flokkar myndu leggja drög að stjórnarsáttmála fyrir kosningar. Hugmyndin er frumleg og virkar kannski vel fyrir þá flokka sem hafa unnið saman á Alþingi í nokkur ár.Viðreisn hefur frá upphafi kosningabaráttunnar sett fram þá grundvallarstefnu að málefni eigi að ráða í stjórnarmyndun en ekki fyrirfram ákveðin afstaða, án tillits til niðurstaðna kosninga. Sem nýtt og frjálslynt stjórnmálaafl er mikilvægt að við eigum umræðu um okkar málefni. Þessa umræðu viljum við eiga við kjósendur.Öllum má ljóst vera hvaða mál við setjum á oddinn: Lækkun vaxta og stöðugleika með föstu gengi í gegnum myntráð. Þannig lækka vextir í átt að því sem gerist í nágrannaþjóðum og verðtrygging verður óþörf. Markaðsleið í sjávarútvegi þar sem ákveðinn hluti veiðiheimilda verður settur á markað á hverju ári. Kerfisbreyting í landbúnaði þar sem valfrelsi neytenda verður aukið og bændur losaðir úr samningum sem hindra hagkvæman rekstur og ýta undir offramleiðslu. Þjóðin fái að greiða atkvæði um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Samningur sem kæmi út úr slíkum viðræðum yrði svo borinn undir þjóðina. Jafnrétti verði tryggt á öllum sviðum og kynbundnum launamun verði útrýmt með jafnlaunavottun. Fordómum í garð aldraðra verði útrýmt og enginn verði sendur heim af vinnumarkaði aðeins vegna aldurs.Þessi mál þurfa kjósendur að þekkja og einnig þeir flokkar sem hyggja á samstarf við Viðreisn.Það er augljóst að Viðreisn blæs ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt. Það væri gagnstætt öllum okkar hugsjónum. Um það talaði ég með afdráttarlausum hætti í morgun. Það kann vel að vera að aðrir flokkar vilji reisa það merki, en við höfum ekki áhuga á því.Viðreisn er nýtt frjálslynt afl í íslenskum stjórnmálum og við leggjum höfuðáherslu á að vera í beinu sambandi við fólkið í landinu og heyra sjónarmið þess um leið og við í fyrsta sinn kynnum kjósendum okkar lausnir. Aldrei er þetta samband mikilvægara en fyrir kosningar þegar stjórnmálamenn sækja umboð sitt milliliðalaust til fólksins. Þetta samband er kjarni lýðræðisins.Að loknum kosningum hvílir sú skylda á stjórnmálunum að mynda landinu starfhæfa ríkisstjórn. Þá skyldu tekur Viðreisn mjög alvarlega. Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för. Viðreisn mun því galvösk mæta til stjórnarmyndunarviðræðna eftir kosningar með þann lista málefna sem hér er skráður og er reiðubúin til samstarfs við alla þá flokka sem vilja vinna að þessum málefnum.Kveðja,Benedikt Jóhannesson“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35 Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25
Þorsteinn segir ekki klókt fyrir miðjuflokk að útiloka samstarf fyrirfram Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður, segir Viðreisn ekki hafa afneitað samstarf við neinn einstakan flokk sem nú er líklegur til að ná manni inn á þing. 18. október 2016 19:35
Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Yfirlýsingar formanns Viðreisnar um að ekki komi til greina að ganga til liðs við stjórnaflokkana koma Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. 18. október 2016 14:20