Telur ekki raunhæft að ætla að standa við öll kosningaloforðin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2016 16:15 Guðmundur Hálfdánarson prófessor í sagnfræði og Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur. vísir/anton Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Anna Hrefna Ingimundardóttir hagfræðingur segir að helsta áskorun næstu ríkisstjórnar í efnahagsstjórninni verði að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Anna Hrefna var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag ásamt Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor í sagnfræði þar sem þau spáðu í spilin fyrir þingkosningar sem fara fram þann 29. október næstkomandi. „Það er oft alveg jafn erfitt að stýra þegar það gengur vel og þegar það gengur illa. Það eru bara svo margar freistingar til staðar að vera að ausa peningum í hitt og þetta. En við megum ekki gleyma því að við erum alveg stórskuldug og stór útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagreiðslur. Það væri því mjög óábyrgt gagnvart komandi kynslóðum að halda ekki áfram að taka á því. Þannig að ég myndi segja að áskorunin væri að huga að því sérstaklega að halda áfram að lækka skuldir og ekki bara að hugsa um hvar við getum haldið áfram að auka útgjöld,“ segir Anna Hrefna.Þá telur hún það ekki raunhæft að flokkarnir geti staðið við allt sem þeir lofa núna en á meðal þess sem fer hátt í kosningabaráttunni eru loforð um gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi og bætt kjör. „Það er ekkert ókeypis þar sem það er alltaf einhver sem borgar. Þetta er auðvitað bara allt mismundandi stefna sem fer eftir því að hversu mikið maður aðhyllist að velferðarkerfið eigi allt að vera ókeypis en þá borgar þú bara fyrir það í gegnum þína skatta. Svo eru aðrir sem vilja frekar hafa lægri skatta og þá veita þeim aðstoð sem á þurfa að halda,“ segir Anna Hrefna. Guðmundur tekur undir að það verði stórmál fyrir næstu ríkisstjórn að standast freistingar þegar kemur að ríkisútgjöldum, einmitt þegar uppgangur er í hagkerfinu. „Vandi íslensks hagkerfis er óstöðugleiki. Það er þessi eilífðarvandi sem stjórnvöld eru að glíma við að þetta er lítið hagkerfi og það þarf lítið til þess að setja það á hliðina. Það hefur stjórnmálamönnum tekist afskaplega vel í gegnum tíðina og oft á tíðum vegna ofeyðslu á uppgangstímum. Það er eitt af því sem veldur spennu verðbólgu og öðru slíku. Að varast þær freistingar verður stórmál,“ segir Guðmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04 Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. 17. október 2016 16:04
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44