Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 14:20 Sjálfstæðismenn eru óhressir með orð Benedikts en svo virðist sem þeir hafi verið að gera sér vonir um að Viðreisn myndi bjarga núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25