Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 14:20 Sjálfstæðismenn eru óhressir með orð Benedikts en svo virðist sem þeir hafi verið að gera sér vonir um að Viðreisn myndi bjarga núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25