Bjarni segir hugmyndir Framsóknar um Landspítala mjög til tjóns Ásgeir Erlendsson skrifar 17. október 2016 19:54 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hugmyndir um að reisa nýtt sjúkrahús utan Hringbrautar líkt og Framsóknarflokkurinn leggur til í stefnu sinni séu mjög til tjóns. Slíkar hugmyndir gætu tafið verkefnið um allt að fimmtán ár segir forstjóri spítalans. Uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hófst formlega fyrir tæpu ári þegar fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu sjúkrahótels en framkvæmdirnar eru vel á veg komnar. Töluverð umræða skapaðist í mars þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, lýsti miklum efasemdum um uppbyggingu spítalans á Hringbrautarsvæðinu, líkti henni við bútasaum og taldi Vífilstaði heppilegri staðsetningu. Framsóknarflokkurinn kynnti stefnumál sín í gær fyrir komandi kosningar en þar kom fram að flokkurinn leggi áherslu á að nýr spítali rísi á nýjum stað, utan Hringbrautar. Sigurður Ingi Jóhannsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær vilja endurskoða áform um uppbyggingu við Hringbraut án þess að trufla þær framkvæmdir sem þegar eru hafnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segist vilja klára þá uppbyggingu sem þegar er hafin enda geti hugmyndir um annað tafið verkið. „Við teljum rétt að klára þau áform sem hafa verið lengi í bígerð og eru núna komin af stað, við Hringbraut. Hugmyndir um að fara eitthvert annað gætu tafið þetta verkefni og það væri mjög til tjóns. Allt það starfsfólk sem þarna er, tel ég að treysti á að við látum ekki verk úr hendi falla og höldum áfram. Og já, ég óttast að það setji öll þessi áform í svolítið óþægilega stöðu og muni tefja fyrir, ef menn ætla að rífa þau upp með rótum,“ segir Bjarni.Óforsvaranlegt Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, bendir á að hugmyndir sem þessar feli í sér miklar tafir og bendir á að heilbrigðisráðherra hafi látið gera úttekt á töfum sem yrðu með breyttri staðsetningu. „Tafirnar yrðu tíu til fimmtán ár. Þá erum við ekki að tala um að meðferðarkjarni og nýbyggingar við Hringbraut rísi 2023, heldur 2033 til 2038. Það er algerlega óforsvaranlegt,“ segir Páll.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47 Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30 Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Sjá meira
Framsókn vill nýjan spítala á nýjum stað Framsóknarflokkurinn kynnti í dag þau stefnumál sem flokkurinn hyggst leggja áherslu á fyrir væntanlegar kosningar 16. október 2016 15:47
Sigurður Ingi og Sigmundur hafa talað saman Sigurður Ingi Jóhannsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafa átt í samskiptum undanfarna daga en andað hefur köldu á milli þeirra eftir flokksþing Framsóknarflokksins í byrjun mánaðar. 17. október 2016 07:30