Kvíði - Ekkert smámál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 17. október 2016 11:34 Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Skoðun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga heimsmet í notkun þunglyndislyfja og um daginn mættu 600 manns á fræðslufund foreldrafélaga í Kópavogi um kvíða og þunglyndi barna. Þessar staðreyndir segja meira en mörg orð um geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Við eigum fjöldann allan af frábærum sérfræðingum á sviði geðheilbrigðismála en takmarkað aðgengi er að þjónustunni nema fólk eigi þeim mun meira af peningum. Loksins geðheilbrigðisstefna Í vor samþykkti Alþingi geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun á grundvelli þingsályktunar sem ég flutti. Þar er m.a. annars lagt til að framboð sálfræðiþjónustu í heilsugæslu verði aukið, komið verði á fót geðheilsuteymum, barna- og unglingageðdeild Landspítala verði styrkt og einnig að stuðningur við börn sem eiga foreldra með geðvanda verði aukinn. Næstu skref Geðheilbrigðisstefnan er mikilvægt skref en við í Samfylkingunni viljum gera miklu betur. Við ætlum að stórauka fjármagn til heilsugæslunnar svo að m.a. verði hægt að sinna geðheilbrigðisþjónustu betur með fjölbreyttum meðferðarúrræðum. Um þriðjungur þeirra sem leita til heilsugæslunnar glíma við tilfinningavanda. Oft er lausnin sú að skrifa upp á geðlyf því skortur er á ódýrum meðferðarúrræðum. Andleg vanlíðan er ekki lúxusvandamál heldur veruleiki fjölmargra. Þá munum við setja fjármuni í að ráða sálfræðinga í alla framhaldsskóla sem veiti ókeypis þjónustu í samræmi við þingsályktun sem ég lagði fram en komst ekki á dagskrá þingsins. Við munum einnig vinna markvisst að því að stytta biðlista barna og fullorðinna eftir greiningu og tryggja viðeigandi þjónustu í kjölfarið. Tíminn sem beðið er eftir greiningu er erfiður og það er algjörlega óþolandi að fjöldinn allur af fólki búi við skert lífsgæði um mánaða og árabil vegna langra biðlista. Með því að veita fólki ódýra og góða þjónustu snemma má koma í veg fyrir ýmsa líkamlega kvilla, brotthvarf úr skóla, fíknisjúkdóma og draga úr örorku. Áætlanir Samfylkingarinnar kosta peninga en í raun eru þetta smáaurar þegar litið er til þess samfélagslega ábata sem aukin vellíðan og hamingja fela í sér.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun