Repúblikanar telja að kosningunum sé hagrætt: „Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 23:40 Donald Trump lét þau orð meðal annars falla í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikana, er einkar duglegur við að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum Twitter. Hann lét þau orð meðal annars falla þar í dag að forsetakosningunum væri hagrætt, bæði af „óhreinskilnum fjölmiðlum“ sem og á kjörstöðunum sjálfum. Rúmlega þrjár vikur eru til kosnina og hefur fylgi Trump dalað í síðustu könnunum. „Kosningunum er algjörlega hagrætt af óhreinskilnum og brengluðum fjölmiðlum sem halda með óheiðarlegu Hillary – en einnig á mörgum kjörstöðum – SORGLEGT,“ sagði Trump meðal annars á Twitter í dag. The election is absolutely being rigged by the dishonest and distorted media pushing Crooked Hillary - but also at many polling places - SAD— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 „Kjörstaðir loka, en trúið þið að ég hafi tapað stórum hluta kven-kjósenda vegna atburða sem GERÐUST ALDREI. Fjölmiðlar hagræða kosningum!“ Polls close, but can you believe I lost large numbers of women voters based on made up events THAT NEVER HAPPENED. Media rigging election!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016 Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, segir ásakanir Trump vera hræðsluáróður. Mike Pence, varaforsetaefni Trump, segir kjósendur vera þreytta á „augljósri hlutdrægni fjölmiðla,“ og sagði að vera rót þessa hugleiðinga Trump. Pence sagði einnig að Repúblikanar muni taka niðurstöðum kosninganna með reisn, hvernig sem þær fari. Rudy Giuliani, einn helsti ráðgjafi Trump, sagði í samtali við CNN að fólk þyrfti að vera fábjánar til að halda að sumar kosningar, til að mynda í Fíladelfíu og Chicago, yrðu sanngjarnar. „Ég hef tekið eftir því að í þau fáu skipti sem Repúblikanar svindla... stjórna þeir ekki fátækrahverfunum jafn vel og Demókratar. Ef Repúblikanar hefðu völd yfir þeim hverfum þá myndu þeir kannski svindla jafn mikið og Demókratar,“ sagði Giuliani. „Afsakaðu. Dautt fólk kýs gjarnan Demókrata frekar en Repúblikana.“Election is being rigged by the media, in a coordinated effort with the Clinton campaign, by putting stories that never happened into news!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45 Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18 Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. 15. október 2016 23:45
Níunda konan stígur fram og ásakar Trump um kynferðisbrot Enn hefur bæst í þann hóp kvenna sem sakar Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, um kynferðislega áreitni, kynferðisbrot eða óviðeigandi hegðun. 16. október 2016 15:18
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14