Þankabrot um aðskilnað stjórnmála og atvinnulífs Friðrik Rafnsson skrifar 17. október 2016 00:00 Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi. Eflum heldur og styrkjum þingræðið sem mest, komum okkur inn í tuttugustu og fyrstu öldina með því að jafna atkvæðisréttinn, gerum þingmönnum kleift að rækta betur sambandið við kjósendur og stuðlum að því fulltrúar okkar á þinginu verði mun sjálfstæðari gagnvart ýmsum sérhagsmuna- og peningaöflum og nái betur að vinna að almannahag. Þetta á raunar líka við um sveitarstjórnarstigið. Það hlýtur oft að vera erfitt fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum að standast þrýsting umsvifamikilla atvinnurekenda, hvað þá að standa uppi í hárinu á þeim. Eflaust fara hagsmunir viðkomandi oft saman, en það er væntanlega ekki einhlítt og stundum stangast þeir á. Þá er spurning hvort almannahagsmunir eða hagsmunir viðkomandi fyrirtækis vegi þyngra. Alkunna er að þurftafrekir byggingaverktakar réðu því sem þeir vildu ráða í Reykjavík þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur héldu um stjórnartaumana þar. Og hvor aðilinn ætli sé valdameiri í Vestmannaeyjum, útgerðarmenn þar eða bæjarfulltrúar? Eða á Hornafirði, í Fjarðabyggð eða á Akranesi? Og hvort ætli kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga eða sveitarstjórinn þar hafi meira um málin þar að segja? Þetta er sú prófraun sem fulltrúalýðræðið þarf stöðugt að þreyta. Og á því prófi hafa ansi margir stjórnmálamenn kolfallið, því miður, og það án þess að þeim finnist það neitt tiltökumál.Framlenging hagsmunaaðila Verst er þó að horfa æ oftar upp á það þegar þingmenn og jafnvel ráðherrar eru nánast eins og framlenging tiltekinna fjársterkra hagsmunaaðila sem hafa sýnt þeim eða flokknum þeirra sérlega mikið örlæti rétt fyrir prófkjör og kosningar og ganga síðan erinda viðkomandi hagsmunaaðila á þinginu leynt og ljóst. Til að girða alfarið fyrir þennan möguleika og verja frelsi kjörinna fulltrúa gagnvart hagsmunaaðilum hefur Björt framtíð ákveðið að taka ekki við neinum fjárframlögum frá lögaðilum fyrir þessar kosningar. Ekki eru tekin lán fyrir kosningabaráttunni, en flokkurinn á lögbundin framlög inni á bankareikningi og þau þurfa að duga. Sú gamaldags og görótta blanda stjórnmála og atvinnulífs sem þjóðinni hefur verið boðið upp á um árabil grefur sífellt meira undan fulltrúalýðræðinu og er gróðrarstía spillingar eins og dæmin sanna. Það væri því mikið framfaraskref að snúa þessari öfugþróun við, auka gagnsæi á þessu sviði sem öðrum, eins og Björt framtíð berst fyrir, og að mínu mati væri heillavænlegast fyrir lýðræðið að stefna að fjárhagslegum aðskilnaði stjórnmála og atvinnulífs.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun