Blendin viðbrögð við útspili Pírata Ásgeir Erlendsson skrifar 16. október 2016 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira