Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 13:32 Birgitta með formönnum þeirra flokka sem boðaðir hafa verið til viðræðna við Pírata. vísir/eyþór Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þegar haft samband við Birgittu Jónsdóttur, einn af umboðsmönnum Pírata vegna stjórnarmyndunar. Stefna þær á að hittast til að kanna mögulegt samstarf. „Ég er búinn að hafa samband við Birgittu og við ætlum að finna okkur tíma til að hittast,“ segir Oddný í samtali við Vísi. „Þetta verða væntanlega umræður um stefnuna og hvar þræðirnir liggja saman. Hvort að úr þessu verður kosningabandalag er ekkert hægt að segja um á þessu stigi.“Píratar tilkynntu fyrr í dag að þeir hefðu boðið fjórum flokkum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð, VG og Viðreisn til viðræðna um mögulegt samstarf fyrir kosningarnar sem framundan eru 29. október. Óttar Proppé, formaður Bjartar framtíðar segir að líklegt sé að flokkurinn muni að minnsta kosti setjast niður með Pírötum til að ræða málin. Hann segir þó að knappur tími sé til stefnu. „Það á alltaf að fagna því þegar fólk talar saman. Ég veit ekki hvort að það sé alveg tímabært tveimur vikum fyrir kosningar að gjörbreyta eðli íslenska kosningakerfisins. segir Óttar í samtali við Vísi. „Það er bjartsýni. Við höfum ekki búið við þann pólítiska stöðugleika að það sé í boði að flokkar gangi bundnir til kosninga eða í kosningabandalögum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þau muni setjast niður með Pírötum. Hún segir að það sé eðlilegt að stjórnarandstöðuflokkarnir vinni saman að loknum kosningum. „Við í VG álykutðum það í febrúar að við vildum stefna að samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna. Við höfum talað fyrir því að eðlilegt sé að mynda stjórn um ákveðinn málefni. Píratar stilla upp ákveðnum málefnum sem eru mikilvæg en við erum einnig með okkar málefni eins og stórsókn í menntamálum og umhverfismálum.“ Benedikt Jóhanesson, formaður Viðreisnar, sagði í samtali við Vísi að flokksmenn væru ekki búnir að melta þetta útspil Pírata.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28