„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 12:28 Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45