Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2016 15:44 Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ef ég vissi það þá myndi ég auðvitað laga það bara. Við erum auðvitað mjög áhyggjufull og værum vissulega glaðari ef að þróunin væri önnur og við værum að fara upp á við en vera ekki svona neðarlega hlutfallslega við aðra flokka. Það sem mér finnst vera alvarlegt ef við náum ekki brautargengi í þessum kosningum að rödd jafnaðarmanna heyrist ekki á Alþingi Íslendinga það væri mjög alvarlegt fyrir íslenskt samfélag,“ sagði Oddný og bætti við: „Nú er það þannig að fyrir þessar kosningar að flestir flokkar eru með einhvern svona bút af okkar stefnu, svona bút úr jafnaðarmannastefnunni, en þeir eru bara með það fyrir kosningar. Við erum jafnaðarmenn allan ársins hring og því tel ég það mjög alvarlegt ef rödd okkar heyrist ekki sterk á Alþingi.“Draumur Samfylkingarinnar að búa til gott velferðarsamfélag Þá nefndi hún hin norrænu ríkin, sagði jafnaðarmenn hafa oftast verið í meirihluta þar og að þeim hefði tekist að skapa þar bestu velferðarsamfélög í heimi. „Okkar draumur er að við náum okkur upp úr þessari lægð og við getum tekið til við að búa til gott velferðarsamfélag,“ sagði Oddný. Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún sjálf næði ekki inn á þing sagðist hún myndi taka á því þegar þar að kæmi en bætti síðan við að í viðtölum í aðdraganda kosninga færi mikill tími í að reyna að útskýra þetta fylgistap og minna í að tala stefnumálin. Oddný var þá spurð hvort að það væru ekki einmitt stefnumálin sem gætu útskýrt fylgistapið. „Við erum með bestu stefnu í heimi, ég hef enga trú á því,“ svaraði Oddný þá en viðtalið við hana í heild sinni má sjá í heild sinni bæði í spilaranum hér að neðan og efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26