Ungir kjósendur athugið! Lýður Árnason skrifar 14. október 2016 07:00 Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Sjá meira
Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn. Enn getum við ekki valið þá frambjóðendur sem okkur hugnast. Og enn getum við sem þjóð ekki krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lykilmál nema með atbeina forsetans. Allt frá lýðveldisstofnun hafa ráðandi stjórnmálaflokkar, til hægri og vinstri, ekki viljað afsala sér þessu valdi til fólksins heldur varið það með kjafti og klóm. Misvægi atkvæða hefur viðhaldið röngum valdahlutföllum allan lýðveldistímann sem þýðir að sumir hafa ráðið meiru en þeim ber. Kjördæmaskiptingin hefur sömuleiðis sundrað þjóðinni og valdið fjáraustri í óskynsamleg verkefni, oft eingöngu til að tryggja endurkjör þingmanna sem halda svo uppteknum hætti. Okkur hefur gengið illa að líta á landið sem eina heild enda virkjunarmál í norðri mál Norðlendinga og flugvallarmál í suðri mál Sunnlendinga. Núverandi kjördæmaskipan hefur ekki verið landsbyggðinni vopn nema síður sé, hún á í vök að verjast og nýtur hvorki landkosta né sjávar.Megnið fer aftur til Tortóla Núverandi kosningaskipan er sniðin að hagsmunaaðilum sem gera út sína smákónga á þingi. Kjördæmaskipanin gerir að verkum að valdahlutföllin eru þeim í hag, flokkaprófkjör þar sem hinn almenni kjósandi er víðs fjarri eru sniðin fyrir þennan dúett og þjóðaratkvæðagreiðslur um lykilmál eða kerfisbreytingar eru eitur í þeirra beinum. Þetta eru gaurarnir sem stjórna bönkunum, lífeyrissjóðunum, stórútgerðunum og tala sýknt og heilagt um efnahagsupprisu og hjól atvinnulífsins. Afraksturinn er nokkrir þúsundkallar til fjöldans en megnið fer aftur til Tortóla. Nýja stjórnarskráin tekur á öllum þessum valdatækjum. Hún kveður á um að allir Íslendingar sitji við sama borð þegar kemur að vægi atkvæða, einn fyrir einn en ekki tveir fyrir einn. Hún kveður á um persónukjör þar sem hinn almenni kjósandi getur sjálfur valið sína frambjóðendur í kjörklefanum. Einnig færir hún málskotsrétt forsetans til þjóðarinnar sem getur þá sjálf skotið málum í þjóðaratkvæði. Og hún gerir meira. Nýja stjórnarskráin inniber auðlindaákvæði sem kveður á um þjóðareign á auðlindum sem ekki eru í einkaeigu. Að auki skal þjóðarauðlindum úthlutað á jafnræðisgrundvelli gegn fullu gjaldi. Með þessu er tryggt að nýtendur þjóðarauðlinda geta hvorki bókfært þær sjálfar né nýtingarréttinn til eignar og skulu greiða markaðsverð fyrir afnotaréttinn. Þetta tryggir þjóðinni hámarksarð af auðlindum sínum, hverjar sem þær eru. Sem þýðir annars vegar, að núverandi nothafar auðlinda, eins og t.d. fiskimiðanna, geta ei lengur stungið arðinum í eigin vasa og hins vegar, að þjóðin getur nýtt þessa peninga í samfélagsleg verkefni. Ný stjórnarskrá hefur þannig gagnger áhrif á samfélagið og gildistaka hennar myndi þýða valdaafsal hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka til fólksins í landinu. Hvet unga kjósendur til að íhuga þetta sérstaklega fyrir komandi kosningar því ykkar er framtíðin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun