Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 10:52 Egill ekki sáttur við Óskar. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59