Amber Heard í fullum Justice League-skrúða á Ströndum Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2016 19:05 Amber Heard í gervi Meru við tökur á Justice League á Ströndum. Þeir sem þekkja ágætlega til á þessu svæði telja líklegt að myndin sé tekin í fjörunni í Gjögri á Ströndum. Vísir/Twitter Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016 Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros birti í dag mynd af leikkonunni Amber Heard í fullum skrúða sem Atlantis-búinn Mera á tökustað á Ströndum hér á Íslandi. Er myndin hluti af kynningarefni fyrir myndina Justice League sem er væntanleg í kvikmyndahús í nóvember á næsta ári en tökur á henni hafa staðið yfir í Djúpavík síðustu daga og munu standa yfir fram að mánaðamótum. Á meðal leikara sem eru á Íslandi vegna myndarinnar eru Ben Affleck, Jason Momoa og Willem Dafoe ásamt Amber Heard. Mera er afar stór sögupersóna í DC-heiminum en hún er eiginkona Arthur Curry/Aquaman sem leikinn er af Jason Momoa. Í Justice League munu Batman, Superman, Wonder Woman, The Flash, Aquaman og Cyborg taka höndum saman til að verja mannkynið gegn illmennum. Í stiklu fyrir myndina sem frumsýnd var í júlí síðastliðnum mátti sjá Ben Affleck í hlutverki Bruce Wayne, ávarpa þorpsbúa í ónefndu ölkelduhúsi þar sem hann segist vera að leita að manni sem kemur með háflóði og færir íbúum þorpsins fisk þegar hvað harðast er í ári. Í þessu atriði mátti sjá nokkra íslenska leikara, þar á meðal Ingvar E. Sigurðsson, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Kristbjörgu Kjeld og Salóme Gunnarsdóttur. Var sú sena tekin upp í Lundúnum síðastliðið vor en Warner Bros. sendur flugvél eftir íslensku leikurunum til að flytja þá þangað frá Íslandi. Er Ingvar E. sagður hafa fengið nokkrar línur á móti Ben Affleck við tökur á atriðinu, en óvíst er hvort það muni rata í lokaútgáfu myndarinnar. Willem Dafoe leikur Nuidis Vulko sem er einn nánasti samstarfsmaður Arthur Curry/Aquaman en þeir eru báðir hluti af Atlantis-fólkinu sem lifir neðansjávar. Dafoe var hér á landi við tökur á myndinni í Djúpavík. Þá hafði tökulið myndarinnar breytt gömlu verksmiðjunni í Djúpavík í einskonar bar, samkomuhús eða ölkelduhús. Sjá nánar hér. Jason Momoa hefur einnig verið iðinn við að birta myndir af sér á Ströndum en á einni þeirra mátti sjá hann í samskonar klæðnaði og hann skartar í atriðinu sem sjá má í stiklunni. Sjá einnig: Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Því má mögulega leiða líkur að því að tökurnar í Djúpavík snúist að stórum hluta um leit Bruce Wayne að Aquaman og samskipti þeirra á milli og líf Atlantis-búanna miðað við þá mynd sem birt var af Amber Heard í dag í fullum skrúða á Ströndum. BREAKING: Here is our first look of #AmberHeard as Mera in #JusticeLeague pic.twitter.com/AzkeaHSaLw— Justice League (@JL_Movie) October 12, 2016
Bíó og sjónvarp Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Árneshreppur Tengdar fréttir „Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00 Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45 Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31 Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Khal Drogo“ kominn til Íslands Tökur á Justice league fara fram á Ströndum á næstu dögum. 10. október 2016 14:00
Momoa virðist ánægður með veruna á Íslandi Leikari Aquaman og Khal Drogo er duglegur að birta myndir frá Íslandi. 12. október 2016 14:45
Ben Affleck ræðir um heimsóknina til Íslands í nýju viðtali Ætlar að horfa á endurkomu Tom Brady í Djúpuvík. 7. október 2016 12:31
Þrjár þyrlur og fimm einkaþotur á Ströndum vegna Justice League Stjörnufans í Djúpavík þar sem hótelstýran var með 200 manns í mat í dag. 10. október 2016 21:30