Markaðsgjald af náttúruauðlindum í eigu þjóðar Lárus Elíasson skrifar 13. október 2016 07:00 Helstu sameiginlegu auðlindir okkar Íslendinga eru: 1. Fiskurinn í sjónum 2. Orkuauðlindirnar (vatnsorka, jarðvarmi, vindur og sjávarföll) 3. Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum 4. Aðgangur að hlutum eins og lofti og vatni Þegar auðlindir eru ótakmarkaðar þá hafa þær ekki verð/(verðmæti) og úthlutun þeirra skapar ekki mismunun. Það var trú okkar gagnvart vatninu, andrúmsloftinu, aðgengi að náttúrugersemum og jafnvel fiskinum að þær auðlindir væru ótakmarkaðar og hefðu því ekki verðmæti. Þegar auðlindir verða takmarkaðar eins og þegar settir eru á útblásturskvótar í samningum milli landa (sem er í raun rétturinn til að taka súrefni úr andrúmsloftinu og binda við kolefni) eða ferðamönnum fjölgar svo að ekki er hægt að komast að náttúrugersemum, þá fær auðlindin verðmæti og með úthlutun hennar getur skapast mismunun. Spilling og mismunun eru líklegir fylgifiskar allrar úthlutunar á takmörkuðum auðlindum, utan uppboðs nýtingarréttar á opnum markaði og með hlutkesti. Uppboð á nýtingarrétti á opnum markaði hefur líka þann kost að það hámarkar tekjur eigandans af auðlindinni. Viðskiptin væru opin og gegnsæ. Uppboðsskilmálar, s.s. gildistími til margra ára, eru nauðsynlegir til að tryggja langtíma hagsmuni bjóðenda og ekki síður eigenda auðlindarinnar. Eins gæti skilyrði eins og gagnvart byggðasjónamiðum átt við. Hvernig gæti þetta virkað fyrir mismunandi auðlindir?Fiskurinn í sjónum Hámarksleiguverð kvótans mælt út frá leigu á kvóta á markaði er um 80 milljarðar (1: Ríkið gefur útgerðarmönnum 94% afslátt af kvótaleigu, Fréttatíminn 09-09-2016 Gunnar Smári Egilsson). Þetta er ofmetið og lýsir efri mörkum á mögulegum tekjum, þar sem stór hluti þessara viðskipta er vegna meðafla sem þarf að kaupa kvóta fyrir á markaði eða borga sektir ella. Jón Steinsson skrifar einnig um málið (2: Vísir/Fréttablaðið, Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir, SKOÐUN 08:00 16. ÁGÚST 2016 Jón Steinsson hagfræðingur). Út frá hans niðurstöðu má reikna að veiðileyfagjald fyrir þorsk, makríl og síld (einvörðungu) gæti numið um 28 milljörðum ef við bjóðum þær heimildir upp með sama hætti og Færeyingar. Kristinn H. Gunnarsson setur fram í sinni meistaraprófsritgerð að: „Frá 2007 er áætluð auðlindarenta 43-49 milljarðar króna. Hlutur ríkisins í formi veiðigjalds er 5 milljarðar króna. Skiptingin á rentunni milli ríkisins og útgerðar er þannig að ríkið hefur fengið um 11% en útgerðin um 89%. Sú dreifing arðsins af auðlindinni er algerlega óásættanleg. Það má áætla að uppboð veiðiheimilda frá upphafi hefði skilað ríkinu stærstum hluta af rentunni. Eðlileg skipting í því ljósi væru 89% til ríkisins. Miðað við það vantar um 35 milljarða króna til ríkisins.“ (3: Makríll – nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Auðlind í þágu þjóðar, Háskóli Íslands 2016, Kristinn H. Gunnarsson). Það er mín persónulega skoðun að líkleg auðlindarenta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 milljarðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem innheimt er í dag. Það tónar nokkuð saman við þá hæstu tölu sem nefnd var (26 milljarðar) í viðræðum stjórnvalda og sjárvarútvegsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir, þá nefnd trúlega sem hæsta mögulega tala að mati sjávarútvegsins til að verjast ósanngjarnari kröfum. Vert er að hafa í huga að leiðandi aðilar innan sjávarútvegarins hafa lýst sig samþykka auðlindagjaldi að því gefnu að slíkt hið sama gangi yfir aðrar auðlindir líka. (4: Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, http://www.ruv.is/frett/sjavarutvegurinn-vill-borga-audlindagjald, 21.02.2015 - 19:13,).Orkuauðlindir Fram að kaupum Alterra í HS Orku voru nær öll orkufyrirtæki í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Það ásamt þeirri staðreynd að framboð af orku var langt umfram eftirspurn gerði það í raun óþarft að krefjast afgjalds af auðlindinni. Flestar stærri virkjanir voru tengdar orkuöflun fyrir stóriðju þar sem reynt var að fá erlenda fjárfesta til landsins til að fjárfesta í atvinnustafsemi á Íslandi. Gulrótin var lágt raforkuverð og því enn síður verið að krefjast afgjalds af auðlindinni. Nú þegar munu fleiri einkaaðilar koma inn á virkjanamarkaðinn, eftirspurn smærri og millistórra notenda er að aukast og ekki síður ef sæstrengur til meginlandsins verður raunverulegur kostur, þá er hægt að taka auðlindagjald í þessum geira. Vert er að hafa í huga að rannsóknir eru kostnaðarsamar og þó nokkur áhætta í þróun verkefna og því hefur skapast sú hefð erlendis að krefjast lágs gjalds í byrjun en frekar hlutfalls af brúttótekjum í framtíðinni (1-6%). Slíkt gjald gæti skilað landsmönnum auðlindarentu af stærðargráðunni 20 milljarðar á ári til lengri tíma litið. Auðlindarenta með sæstreng gæti orðið mun meiri eða allt að 65 milljarðar á ári (5: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/65_milljarda_abati_af_saestreng/)Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum Hér er í raun fyrirmyndin til í útleigu á laxveiðiám þar sem áin er leigð til rekstraraðila sem sér um ána og hefur af henni tekjur fyrir hönd eigenda. Þetta gæti t.d. leyst málin kringum Geysi og Dettifoss þar sem eignarhald er blandað og rekstraraðilar hafa ekki getað tekið hlutina föstum tökum sökum blandaðs eignarhalds og óskýrrar stefnu stjórnvalda. Treysti mér ekki til að meta þessa rentu og geri ekki ráð fyrir að hún verði mjög há, en tilvist hennar mun hjálpa við aðgangsstýringu og auðvelda samvinnu milli opinberra og einkaaðila á þessu vettvangi. Aðgangur að lofti og vatni Kolefnisskatt eða gjald má líta á sem greiðslu fyrir að binda súrefni, slíkt gjald eða uppboð á kvótum mundi annars vegar skapa tekjur en ekki síður vera óbeinn stuðningur við endurnýjanlega orkugjafa s.s. í samgöngum. Verð á kolefniskvóta er um 4,5 €/tonn í dag en þyrfti að vera 30 €/tonn ef greiða á fyrir kostnaðinn af CO2 menguninni. (6: Kolefnisgjald 80% of lágt til að vernda loftslagið, Viðskipti | mbl. | 27.9.2016 | 13:57) Þetta samsvarar um 11,5 kr./lítra ef gjaldið er tekið við bensíndælu. Heildarupphæð slíks gjalds gæti numið allt 5,8 milljörðum (9 milljörðum ef millilandastarfsemi er tekin með). Kolefnisgjald af lægra verði kolefniskvóta (4,5 €/tonn CO2) næmi 0,9 milljörðum (1,35 milljörðum með millilandastarfsemi). Víðtæka pólitíska sátt þarf fyrir þessari leið, en leiða má líkur að því að slík sátt náist eftir því sem neikvæð áhrif heimshlýnunar verða fleirum ljós. Hafa ber líka í huga að kolefnisgjald legðist líka á útgerðina sem mundi þá greiða eitthvað lægra veiðigjald. Kolefnisgjald kemur líka niður á ferðaiðnaðnum þar sem honum fylgir mikill útblástur tengdur samgöngum. Aðgangur að vatni er ekki enn metinn til fjár, en það mun mögulega gerast á næstu áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Helstu sameiginlegu auðlindir okkar Íslendinga eru: 1. Fiskurinn í sjónum 2. Orkuauðlindirnar (vatnsorka, jarðvarmi, vindur og sjávarföll) 3. Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum 4. Aðgangur að hlutum eins og lofti og vatni Þegar auðlindir eru ótakmarkaðar þá hafa þær ekki verð/(verðmæti) og úthlutun þeirra skapar ekki mismunun. Það var trú okkar gagnvart vatninu, andrúmsloftinu, aðgengi að náttúrugersemum og jafnvel fiskinum að þær auðlindir væru ótakmarkaðar og hefðu því ekki verðmæti. Þegar auðlindir verða takmarkaðar eins og þegar settir eru á útblásturskvótar í samningum milli landa (sem er í raun rétturinn til að taka súrefni úr andrúmsloftinu og binda við kolefni) eða ferðamönnum fjölgar svo að ekki er hægt að komast að náttúrugersemum, þá fær auðlindin verðmæti og með úthlutun hennar getur skapast mismunun. Spilling og mismunun eru líklegir fylgifiskar allrar úthlutunar á takmörkuðum auðlindum, utan uppboðs nýtingarréttar á opnum markaði og með hlutkesti. Uppboð á nýtingarrétti á opnum markaði hefur líka þann kost að það hámarkar tekjur eigandans af auðlindinni. Viðskiptin væru opin og gegnsæ. Uppboðsskilmálar, s.s. gildistími til margra ára, eru nauðsynlegir til að tryggja langtíma hagsmuni bjóðenda og ekki síður eigenda auðlindarinnar. Eins gæti skilyrði eins og gagnvart byggðasjónamiðum átt við. Hvernig gæti þetta virkað fyrir mismunandi auðlindir?Fiskurinn í sjónum Hámarksleiguverð kvótans mælt út frá leigu á kvóta á markaði er um 80 milljarðar (1: Ríkið gefur útgerðarmönnum 94% afslátt af kvótaleigu, Fréttatíminn 09-09-2016 Gunnar Smári Egilsson). Þetta er ofmetið og lýsir efri mörkum á mögulegum tekjum, þar sem stór hluti þessara viðskipta er vegna meðafla sem þarf að kaupa kvóta fyrir á markaði eða borga sektir ella. Jón Steinsson skrifar einnig um málið (2: Vísir/Fréttablaðið, Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir, SKOÐUN 08:00 16. ÁGÚST 2016 Jón Steinsson hagfræðingur). Út frá hans niðurstöðu má reikna að veiðileyfagjald fyrir þorsk, makríl og síld (einvörðungu) gæti numið um 28 milljörðum ef við bjóðum þær heimildir upp með sama hætti og Færeyingar. Kristinn H. Gunnarsson setur fram í sinni meistaraprófsritgerð að: „Frá 2007 er áætluð auðlindarenta 43-49 milljarðar króna. Hlutur ríkisins í formi veiðigjalds er 5 milljarðar króna. Skiptingin á rentunni milli ríkisins og útgerðar er þannig að ríkið hefur fengið um 11% en útgerðin um 89%. Sú dreifing arðsins af auðlindinni er algerlega óásættanleg. Það má áætla að uppboð veiðiheimilda frá upphafi hefði skilað ríkinu stærstum hluta af rentunni. Eðlileg skipting í því ljósi væru 89% til ríkisins. Miðað við það vantar um 35 milljarða króna til ríkisins.“ (3: Makríll – nýr nytjastofn á Íslandsmiðum Auðlind í þágu þjóðar, Háskóli Íslands 2016, Kristinn H. Gunnarsson). Það er mín persónulega skoðun að líkleg auðlindarenta af sjávarútvegi með markaðsleið sé einhvers staðar á bilinu 20-40 milljarðar króna sem er fjór- til áttföldun á því gjaldi sem innheimt er í dag. Það tónar nokkuð saman við þá hæstu tölu sem nefnd var (26 milljarðar) í viðræðum stjórnvalda og sjárvarútvegsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir, þá nefnd trúlega sem hæsta mögulega tala að mati sjávarútvegsins til að verjast ósanngjarnari kröfum. Vert er að hafa í huga að leiðandi aðilar innan sjávarútvegarins hafa lýst sig samþykka auðlindagjaldi að því gefnu að slíkt hið sama gangi yfir aðrar auðlindir líka. (4: Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, http://www.ruv.is/frett/sjavarutvegurinn-vill-borga-audlindagjald, 21.02.2015 - 19:13,).Orkuauðlindir Fram að kaupum Alterra í HS Orku voru nær öll orkufyrirtæki í höndum ríkis eða sveitarfélaga. Það ásamt þeirri staðreynd að framboð af orku var langt umfram eftirspurn gerði það í raun óþarft að krefjast afgjalds af auðlindinni. Flestar stærri virkjanir voru tengdar orkuöflun fyrir stóriðju þar sem reynt var að fá erlenda fjárfesta til landsins til að fjárfesta í atvinnustafsemi á Íslandi. Gulrótin var lágt raforkuverð og því enn síður verið að krefjast afgjalds af auðlindinni. Nú þegar munu fleiri einkaaðilar koma inn á virkjanamarkaðinn, eftirspurn smærri og millistórra notenda er að aukast og ekki síður ef sæstrengur til meginlandsins verður raunverulegur kostur, þá er hægt að taka auðlindagjald í þessum geira. Vert er að hafa í huga að rannsóknir eru kostnaðarsamar og þó nokkur áhætta í þróun verkefna og því hefur skapast sú hefð erlendis að krefjast lágs gjalds í byrjun en frekar hlutfalls af brúttótekjum í framtíðinni (1-6%). Slíkt gjald gæti skilað landsmönnum auðlindarentu af stærðargráðunni 20 milljarðar á ári til lengri tíma litið. Auðlindarenta með sæstreng gæti orðið mun meiri eða allt að 65 milljarðar á ári (5: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/16/65_milljarda_abati_af_saestreng/)Aðgangur að náttúrugersemum og ferðamannastöðum Hér er í raun fyrirmyndin til í útleigu á laxveiðiám þar sem áin er leigð til rekstraraðila sem sér um ána og hefur af henni tekjur fyrir hönd eigenda. Þetta gæti t.d. leyst málin kringum Geysi og Dettifoss þar sem eignarhald er blandað og rekstraraðilar hafa ekki getað tekið hlutina föstum tökum sökum blandaðs eignarhalds og óskýrrar stefnu stjórnvalda. Treysti mér ekki til að meta þessa rentu og geri ekki ráð fyrir að hún verði mjög há, en tilvist hennar mun hjálpa við aðgangsstýringu og auðvelda samvinnu milli opinberra og einkaaðila á þessu vettvangi. Aðgangur að lofti og vatni Kolefnisskatt eða gjald má líta á sem greiðslu fyrir að binda súrefni, slíkt gjald eða uppboð á kvótum mundi annars vegar skapa tekjur en ekki síður vera óbeinn stuðningur við endurnýjanlega orkugjafa s.s. í samgöngum. Verð á kolefniskvóta er um 4,5 €/tonn í dag en þyrfti að vera 30 €/tonn ef greiða á fyrir kostnaðinn af CO2 menguninni. (6: Kolefnisgjald 80% of lágt til að vernda loftslagið, Viðskipti | mbl. | 27.9.2016 | 13:57) Þetta samsvarar um 11,5 kr./lítra ef gjaldið er tekið við bensíndælu. Heildarupphæð slíks gjalds gæti numið allt 5,8 milljörðum (9 milljörðum ef millilandastarfsemi er tekin með). Kolefnisgjald af lægra verði kolefniskvóta (4,5 €/tonn CO2) næmi 0,9 milljörðum (1,35 milljörðum með millilandastarfsemi). Víðtæka pólitíska sátt þarf fyrir þessari leið, en leiða má líkur að því að slík sátt náist eftir því sem neikvæð áhrif heimshlýnunar verða fleirum ljós. Hafa ber líka í huga að kolefnisgjald legðist líka á útgerðina sem mundi þá greiða eitthvað lægra veiðigjald. Kolefnisgjald kemur líka niður á ferðaiðnaðnum þar sem honum fylgir mikill útblástur tengdur samgöngum. Aðgangur að vatni er ekki enn metinn til fjár, en það mun mögulega gerast á næstu áratugum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun