Forgangsmál næstu ríkisstjórnar? Óttar G. Birgisson og Sævar Már Gústavsson skrifar 12. október 2016 15:44 Nú þegar kosningarbaráttan er á lokametrunum eru stjórnmálaflokkar að keppast um hylli kjósenda. Þeir lofa ýmsu sem þeir telja að bæti hag og lífsgæði þjóðarinnar. Kosningaloforð eru mismörg, misraunhæf og misundirbúin milli flokka. Nokkrir flokkar hafa talað um aukið aðgengi og niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Til dæmis hefur verið nefnt að allir framhaldsskólanemar ættu að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu án endurgjalds. Það væri skref til bóta en myndi ekki leysa vandann. Aukinn kraft þarf í geðheilbrigðisþjónustu í skólakerfinu, heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Auka þarf skilvirkni milli mismunandi þrepa þjónustunnar. Það felur meðal annars í sér að stytta biðlista vegna greiningar og meðferðar á heilsugæslum og sjúkrahúsum. Óljóst er hversu mikið liggur að baki hugmyndum stjórnmálaflokkanna um bætt aðgengi en eitt er víst að aukið aðgengi og niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er hagkvæm og mannúðleg aðgerð óháð stjórnmálastefnum og ætti að vera eitt af fyrstu málum nýrrar ríkisstjórnar. Á Íslandi má ætla að um 30% fólks glími við geðrænan vanda hverju sinni og um 50% einhvern tíman á lífsleiðinni sé miðað við tölur um vestræn ríki samkvæmt Alþjóða-heilbrigðismálastofnuninni. Auk þess eru geðraskanir algengasta orsök örorku síðustu ára á Íslandi samkvæmt tölum Tryggingastofnun ríkisins. Þessar tölur eru óásættanlegar því rannsóknir sína að það eru til meðferðir sem virka. Hugræn atferlismeðferð er ein mest rannsakaða meðferðin við geðrænum vanda og hafa rannsóknir síðustu 40 ára sýnt með nánast óyggjandi hætti fram á gagnsemi meðferðarinnar við flestum geðröskunum. Í ljósi þessara gagna hafa klínískar leiðbeiningar, sem landlæknisembættið gefur út, mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarvali við þunglyndi og kvíða. Þær upplýsingar eru byggðar á klínískum leiðbeiningunum heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, sem bera saman gæði og hagkvæmni mismunandi meðferða við öllum röskunum og sjúkdómum sem þekktir eru. Á Íslandi starfa margir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þessari meðferð en afar dýrt getur verið að fara til sálfræðinga á einkastofu þar sem þjónusta þeirra er ekki niðurgreidd eins og t.d. þjónusta geðlækna eða heimilslækna. Sumar heilsugæslur og sjúkrahús bjóða þó upp á þessa þjónustu í einhverri mynd, en af afar skornum skammti og eru biðlistar langir. Það er óásættanlegt að í mörgum tilfellum getur heilbrigðiskerfið ekki veitt þá þjónustu sem klínískar leiðbeiningar kveða á um að sé viðeigandi meðferð. Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ætti því fyrst og fremst að snúa að bættu aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð. Góðu fréttirnar eru að við þurfum ekki að finna upp hjólið með tilheyrandi áhættu fyrir ríkissjóð. Við vitum að það að setja fjármang í að auka aðgengi að sálfræðimeðferðum borgar sig félagslega og efnahagslega. Í Bretlandi hefur verkefnið Improving Access to Psychological Therapies (IAPT) verið í gangi síðan 2006. Verkefnið felur í sér að þjálfa nógu marga sérfræðinga í hugrænni atferlismeðferð til að geta veitt viðunnandi þjónustu á heilsugæsustigi við þunglyndi og kvíðaröskunum. Verkefnið hefur m.a. notið góðs af vinnu hagfræðingsins Richard Layard sem sýndi fram á m.a. í ítarlegri skýrslu frá árinu 2006, hagkvæmni þess að veita þessa þjónustu. Í ljósi þessara upplýsinga hafa þrjár ríkisstjórnir í Bretlandi, með ólíkum pólitískum meirihlutum, samþykkt að veita nauðsynlega fjárveitingu til að halda verkefninu gangandi enda leynir árangurinn sér ekki. Sem dæmi ná almennt yfir 50% þeirra sem klára meðferð við þunglyndi, fullum bata og um 60% allra þeirra sem hefja meðferð í IAPT verkefninu ná einhverjum bata. Í skýrslum sem má finna á vef IAPT kemur fram að á milli áranna 2012 og 2015 hafði breska ríkið sparað 300 milljón sterlingspunda (rúmlega 42 milljarða í íslenskum krónum) með því að setja fjármagn í bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og 750.000 einstaklingar sem höfðu verið á framfærslu hins opinbera komust aftur út á vinnumarkaðinn. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fjárhagslega en fyrst og fremst samfélagslega því þetta sparar ekki bara ríkinu pening heldur eykur einnig lífsgæði þeirra sem fá bót sinna meina. Rannsóknir síðustu 40 ára um gagnsemi sálfræðilegra meðferðar liggja fyrir. Reynsla annarar þjóðar um hagkvæmni niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu liggur fyrir. Nú vantar bara ríkisstjórn á Íslandi sem tekur af skarið. Einn af forsprökkum IAPT í Bretlandi, sálfræðingurinn David Clark, hefur sagt að aðstæður á Íslandi séu kjörnar til að þróa IAPT áfram. Við erum fámennt land og það muni ekki þurfa mikið fjármagn eða tíma til að mennta nógu marga fagaðila til að mæta þörfinni sem er til staðar fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Hér með skorum við á verðandi Alþingismenn og ríkísstjórn Íslands að taka af skarið og taka geðheilbrigðismál á Íslandi föstum tökum. Bætt geðheilsa er allra hagur. Frekari lesefni fyrir áhugasama má finna hér.Árangur hugrænnar atferlismeðferðar:https://www.get.gg/docs/Empirical-Status-of-CBT.pdf Skýrsla Richard Layard: https://cep.lse.ac.uk/pubs/download/special/depressionreport.pdf Um IAPT verkefnið: https://www.iapt.nhs.uk/about-iapt/ Viðtal við David Clark á Rúv: https://www.ruv.is/frett/hagnast-a-thvi-ad-veita-okeypis-salfraedimedferd Thrive: The Power of Psychological Therapy eftir Richard Layard og David M. Clark:https://www.amazon.com/Thrive-Power-Evidence-Based-Psychological-Therapies-ebook/dp/B00JX5RCWW Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningarbaráttan er á lokametrunum eru stjórnmálaflokkar að keppast um hylli kjósenda. Þeir lofa ýmsu sem þeir telja að bæti hag og lífsgæði þjóðarinnar. Kosningaloforð eru mismörg, misraunhæf og misundirbúin milli flokka. Nokkrir flokkar hafa talað um aukið aðgengi og niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Til dæmis hefur verið nefnt að allir framhaldsskólanemar ættu að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu án endurgjalds. Það væri skref til bóta en myndi ekki leysa vandann. Aukinn kraft þarf í geðheilbrigðisþjónustu í skólakerfinu, heilsugæslunni og á sjúkrahúsum landsins. Auka þarf skilvirkni milli mismunandi þrepa þjónustunnar. Það felur meðal annars í sér að stytta biðlista vegna greiningar og meðferðar á heilsugæslum og sjúkrahúsum. Óljóst er hversu mikið liggur að baki hugmyndum stjórnmálaflokkanna um bætt aðgengi en eitt er víst að aukið aðgengi og niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu er hagkvæm og mannúðleg aðgerð óháð stjórnmálastefnum og ætti að vera eitt af fyrstu málum nýrrar ríkisstjórnar. Á Íslandi má ætla að um 30% fólks glími við geðrænan vanda hverju sinni og um 50% einhvern tíman á lífsleiðinni sé miðað við tölur um vestræn ríki samkvæmt Alþjóða-heilbrigðismálastofnuninni. Auk þess eru geðraskanir algengasta orsök örorku síðustu ára á Íslandi samkvæmt tölum Tryggingastofnun ríkisins. Þessar tölur eru óásættanlegar því rannsóknir sína að það eru til meðferðir sem virka. Hugræn atferlismeðferð er ein mest rannsakaða meðferðin við geðrænum vanda og hafa rannsóknir síðustu 40 ára sýnt með nánast óyggjandi hætti fram á gagnsemi meðferðarinnar við flestum geðröskunum. Í ljósi þessara gagna hafa klínískar leiðbeiningar, sem landlæknisembættið gefur út, mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsta meðferðarvali við þunglyndi og kvíða. Þær upplýsingar eru byggðar á klínískum leiðbeiningunum heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi, sem bera saman gæði og hagkvæmni mismunandi meðferða við öllum röskunum og sjúkdómum sem þekktir eru. Á Íslandi starfa margir sálfræðingar sem hafa sérhæft sig í þessari meðferð en afar dýrt getur verið að fara til sálfræðinga á einkastofu þar sem þjónusta þeirra er ekki niðurgreidd eins og t.d. þjónusta geðlækna eða heimilslækna. Sumar heilsugæslur og sjúkrahús bjóða þó upp á þessa þjónustu í einhverri mynd, en af afar skornum skammti og eru biðlistar langir. Það er óásættanlegt að í mörgum tilfellum getur heilbrigðiskerfið ekki veitt þá þjónustu sem klínískar leiðbeiningar kveða á um að sé viðeigandi meðferð. Aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ætti því fyrst og fremst að snúa að bættu aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð. Góðu fréttirnar eru að við þurfum ekki að finna upp hjólið með tilheyrandi áhættu fyrir ríkissjóð. Við vitum að það að setja fjármang í að auka aðgengi að sálfræðimeðferðum borgar sig félagslega og efnahagslega. Í Bretlandi hefur verkefnið Improving Access to Psychological Therapies (IAPT) verið í gangi síðan 2006. Verkefnið felur í sér að þjálfa nógu marga sérfræðinga í hugrænni atferlismeðferð til að geta veitt viðunnandi þjónustu á heilsugæsustigi við þunglyndi og kvíðaröskunum. Verkefnið hefur m.a. notið góðs af vinnu hagfræðingsins Richard Layard sem sýndi fram á m.a. í ítarlegri skýrslu frá árinu 2006, hagkvæmni þess að veita þessa þjónustu. Í ljósi þessara upplýsinga hafa þrjár ríkisstjórnir í Bretlandi, með ólíkum pólitískum meirihlutum, samþykkt að veita nauðsynlega fjárveitingu til að halda verkefninu gangandi enda leynir árangurinn sér ekki. Sem dæmi ná almennt yfir 50% þeirra sem klára meðferð við þunglyndi, fullum bata og um 60% allra þeirra sem hefja meðferð í IAPT verkefninu ná einhverjum bata. Í skýrslum sem má finna á vef IAPT kemur fram að á milli áranna 2012 og 2015 hafði breska ríkið sparað 300 milljón sterlingspunda (rúmlega 42 milljarða í íslenskum krónum) með því að setja fjármagn í bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og 750.000 einstaklingar sem höfðu verið á framfærslu hins opinbera komust aftur út á vinnumarkaðinn. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fjárhagslega en fyrst og fremst samfélagslega því þetta sparar ekki bara ríkinu pening heldur eykur einnig lífsgæði þeirra sem fá bót sinna meina. Rannsóknir síðustu 40 ára um gagnsemi sálfræðilegra meðferðar liggja fyrir. Reynsla annarar þjóðar um hagkvæmni niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu liggur fyrir. Nú vantar bara ríkisstjórn á Íslandi sem tekur af skarið. Einn af forsprökkum IAPT í Bretlandi, sálfræðingurinn David Clark, hefur sagt að aðstæður á Íslandi séu kjörnar til að þróa IAPT áfram. Við erum fámennt land og það muni ekki þurfa mikið fjármagn eða tíma til að mennta nógu marga fagaðila til að mæta þörfinni sem er til staðar fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Hér með skorum við á verðandi Alþingismenn og ríkísstjórn Íslands að taka af skarið og taka geðheilbrigðismál á Íslandi föstum tökum. Bætt geðheilsa er allra hagur. Frekari lesefni fyrir áhugasama má finna hér.Árangur hugrænnar atferlismeðferðar:https://www.get.gg/docs/Empirical-Status-of-CBT.pdf Skýrsla Richard Layard: https://cep.lse.ac.uk/pubs/download/special/depressionreport.pdf Um IAPT verkefnið: https://www.iapt.nhs.uk/about-iapt/ Viðtal við David Clark á Rúv: https://www.ruv.is/frett/hagnast-a-thvi-ad-veita-okeypis-salfraedimedferd Thrive: The Power of Psychological Therapy eftir Richard Layard og David M. Clark:https://www.amazon.com/Thrive-Power-Evidence-Based-Psychological-Therapies-ebook/dp/B00JX5RCWW
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun