Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 15:34 Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. Vísir/Gva Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50