„Almenningsvæðing“, Bjarni? Vésteinn Valgarðsson skrifar 13. október 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nefndi þá hugmynd á dögunum, að það ætti að „almenningsvæða“ Landsbanka Íslands. Það er gaman að sjá að boðskapur Alþýðufylkingarinnar um félagsvæðingu hafi náð svo langt, að hann sé farinn að bergmála úr herbúðum íhaldsins. Þaðan kemur hann þó svo skældur að þörf er á leiðréttingu. „Almenningsvæðing“ Bjarna er algerlega á forsendum markaðshyggjunnar. Það á ekkert skylt við félagsvæðingu, að afhenda einhver 10-20% bankans „beint til almennings“, hvort sem það er gegn gjaldi eður ei, dreift í öreindum eða stórum stykkjum, framseljanlegt eða óframseljanlegt. Bankinn er áfram rekinn í gróðaskyni og heldur áfram að draga sér fé frá fólkinu í landinu. Félagsvæðing er aftur á móti allt annað. Hún snýst aðallega um tilgang rekstrarins. Tilgangur félagslegs banka er að veita fólki hagstæða fjármálaþjónustu. Það á ekki að vera neinn annar tilgangur. Eða réttara: annar tilgangur er andfélagslegur. Fjármálakerfið á ekki að vera rekið í gróðaskyni; gróðinn á að koma fram í betri lífskjörum í landinu vegna þess að fólk þarf ekki lengur að borga okurvexti af lánum. Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir „samfélagsbanka“. Við í Alþýðufylkingunni viljum að allt fjármálakerfið sé félagslega rekið, ekki bara bankarnir heldur líka lífeyrissjóðir og tryggingafélög. Bjarni Benediktsson er ólíklegur til að samsinna því og enn ólíklegri til að framkvæma það. Ef fólk vill að fjármálakerfið í landinu þjóni fólkinu en ekki auðvaldinu, þá á hvorki að þiggja dúsu Bjarna né hálfkákið sem fólk kallar „samfélagsbanka“ – það á að félagsvæða fjármálakerfið, hvorki meira né minna, og útrýma andfélagslegri okurlánastarfsemi úr landinu. Fyrsta skrefið til þess að er kjósa Alþýðufylkinguna í Alþingiskosningunum í haust.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun