Stóra málið, litlu skrefin Eva Einarsdóttir skrifar 12. október 2016 13:29 Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð leggur ríka áherslu á eru umhverfis- og loftlagsmál. Hlýnun jarðar af mannavöldum er staðreynd og að óbreyttu er þess því miður ekki langt að bíða að við verðum rækilega vör við það. Flokkar sem vilja láta taka sig alvarlega hafa því í raun ekkert val. Loftslagsmálin eru stóra málið sem varða okkur öll. Þau eru stærsta almannahagsmunamál samtímans og framtíðarinnar. Þessi mál er hægt að nálgast frá ýmsum hliðum og mörg skref sem hægt er að taka til þess ekki fari jafn illa og spár gera ráð fyrir. Þetta eru skref sem við þurfum öll að stíga, stjórnvöld og almenningur. Stjórnvöld hafa valdið til að setja lög sem geta hjálpað almenningi að stíga þessi mikilvægu skref t.d. í átt að meiri sjálfbærni, minni sóun og auðvitað ákvarðanir um hvernig eigi að virkja og nýta auðlindir. Stjórnvöld þurfa að hafa skýra og ákveðna framtíðarsýn þar sem allt sem jörðin gefur af sér sé nýtt skynsamlega. Þannig er hugað að almannahag okkar sem nú lifum á jörðinni og einnig hag komandi kynslóða. Í því samhengi er t.d. mjög mikilvægt að grípa fljott til aðgerða sem verða til þess að minnka vistspor fólks og auka verulega sjálfbærni þegar kemur að stórum framkvæmdum. Stjórnvöld í Svíþjóð lögðu nýlega til að skattar á viðgerðarþjónustu yrðu lækkaðir um allt að 25%. Markmiðið er að spyrna á móti þeirri slæmu þróun að neytendur kaupi alltaf nýtt þegar eitthvað bilar, að hvetja fólk til að fara með heimilistæki, fatnað og hverskyns raftæki í viðgerð í stað þess að kaupa nýtt með tilheyrandi umhverfisspjöllum. Mér finnst þetta bæði fallegt og mjög þarft og gefur von um bjartari framtíð. Heimurinn er fullur af drasli. Tilhugsunin um öll hleðslutækin sem liggja ónotuð í skúffum landsins er óþægileg. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna er losun gróðurhúsalofttegunda vegna matvælaframleiðslu aðallega kjötframleiðsla meiri en heildarlosun allra bíla, lesta, flugvéla og skipa á jörðinni. Það er sláandi staðreynd en svo einfalt að breyta þessu. Fólk þarf bara að borða kjöt sjaldnar. Björt framtíð hefur staðið fyrir fyrirlestrarröð um umhverfisvitund í kjölfar loftlagsráðstefnunnar í París og þar var meðal annars opinn fundur um kjötframleiðslu og kosti þess að draga úr henni. Undirrituð skrifaði einnig grein eftir ráðstefnuna þar sem farið var yfir þau skref sem Reykjavíkurborg hefur tekið, Grænu skrefi í starfsstöðvum borgarinnar og til dæmis hvað innleiðing pappírs- og plasttunna hefur haft jákvæð áhrif. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Það þýðir m.a. að við treystum fólki til að velja eða ákveða sjálft hvernig það hagar sínu eigin lífi, svo lengi sem það kemur ekki illa við aðra. En ekki loka augunum fyrir því að til dæmis bara með því taka srefið að hafa alltaf einn einn kjötafurðalausan dag í hverri viku ertu að taka þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir betri framtíð okkar og komandi kynslóða. Litlu skrefin sem við stígum skipta í þessu samhengi gríðarlega miklu máli. X - A Ef þú vilt að Íslendingar taki forystu í umhverfismálum
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun