Vankantar á utankjörfundaratkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. október 2016 14:38 Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. vísir/valli Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum. Kosningar 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Píratar fengu ábendingu um vankanta á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sendiráði erlendis frá kjósanda sem búsettur er erlendis. Í kjörklefa gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins, en ekki eingöngu þá stafi sem stjórnmálaflokkum hefur verið úthlutað. Utanríkisráðuneytið hefur brugðist við ábendingu flokksins. Innanríkisráðuneytið hefur gefið þau tilmæli til allra sem annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en framboðsfrestur er útrunninn og öll framboðin komin fram. Framboðsfrestur rennur út þann 14. október. „Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki,” segir í tilkynningu frá Pírötum. Haft var samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. “Það virðist hafa verið einhver skortur á upplýsingaflæði þarna á milli,” segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, í samtali við Vísi. “Staðan núna hjá Utanríkisráðuneytinu er að láta öll sendiráð vita að því hvernig þetta á að vera alveg hundrað prósent.”Tilkynningu Pírata má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.Pírötum barst ábending frá áhyggjufullum kjósanda sem búsettur er erlendis um að utankjörfundaratkvæðagreiðslu væri ábótavant í einu sendiráða Íslands þar sem viðkomandi hafði farið til að kjósa.Þegar í kjörklefann var komið gat kjósandinn valið á milli stimpla sem höfðu að geyma alla bókstafi stafrófsins. Samkvæmt kosningalögum segir í 47.gr XI. Kafla um kjörgögn að: “Kjörgögn til atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru: kjörseðill, kjörseðilsumslag, fylgibréf og sendiumslag, svo og stimplar með listabókstöfum.”Ljóst þykir að skv. kosningalögum ekki er leyfilegt að hafa alla bókstafi stafrófsins frammi, heldur eingöngu stimpla með listabókstöfum þeirra flokka sem bjóða fram í Alþingiskosningum. Auk þess sendir Innanríkisráðuneytið þau tilmæli til þeirra er annast utankjörfundaratkvæðagreiðslur að stimplar fari ekki í notkun fyrr en öll framboð eru komin fram þ.e. þegar framboðsfrestur er útrunninn.Við framkvæmd kosninga er nauðsynlegt að rétt kjörgögn séu til staðar og að farið sé eftir leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins í hvívetna til þess að tryggja það að kjósendur geti komið atkvæði sínu til skila og að skýrt sé hvaða listabókstafur tilheyri hvaða flokki.Píratar rannsökuðu málið nánar og höfðu samband við viðkomandi sendiráð, Innanríkisráðuneytið og Utanríkisráðuneytið. Eftir að Píratar komu þessum athugasemdum á framfæri við ráðuneytin og sendiráðið er nú búið að setja ferli af stað til þess að lagfæra þessa vankanta og samræma utankjörfundaratkvæðagreiðslur og fagna Píratar því.Mikilvægt er að rétt sé staðið að utankjörfundaratkvæðagreiðslum og munu Píratar hafa vakandi auga með framkvæmd þeirra fram að kosningum.
Kosningar 2016 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira