Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð hafa enn ekki rætt saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. október 2016 10:57 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð á flokksþingi Framsóknar í byrjun október. Vísir/Anton Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður flokksins og oddviti hans í Norðausturkjördæmi hafa ekki enn talað saman eftir flokksþingið sem haldið var 1. og 2. október. Eins og kunnugt er bar Sigurður Ingi þar sigur úr býtum gegn Sigmundi Davíð sem var sitjandi formaður flokksins en það hefur andað vægast sagt köldu á milli þeirra tveggja bæði fyrir og nú eftir flokksþingið. Sigurður Ingi sat fyrir svörum í þættinum Forystusætið á RÚV í gærkvöldi. Þar var hann spurður út í samskipti sín við Sigmund Davíð og hvort þeir hefðu rætt saman eftir flokksþingið. „Nei, við höfum ekki gert það ekki enn en við munum án efa gera það við höfum ekki náð saman. Hann hefur verið fyrir austan annars á sambandsþingi sveitarfélaga á Austurlandi,“ sagði Sigurður Ingi. Jóhanna Vigdís Hjaltasdóttir greip þá orðið og sagði að allir væru með farsíma í dag. Sigurður Ingi brosti og sagðist vita það en aðspurður hvort það væri ekki slæmt að þeir hefðu ekki talað saman því þeir hljóti að þurfa að gera það sagði Sigurður Ingi: „Við munum gera það en við erum auðvitað bara að undirbúa kosningarnar og það hefur verið talsverð vinna í því og mun halda áfram og þar munu allir koma að.“ Hann sagði að þeir hefðu ekki náð saman en að hann hefði þó fengið skilaboð frá Sigmundi Davíð. Aðspurður hvað hefði staðið í þeim skilaboðum sagði hann: „Ja, við munum setjast yfir þetta á næstu dögum.“ Þá sagði Sigurður Ingi það liggja í augum uppi að traustið á milli hans og Sigmundar Davíðs gæti verið betra. „Ég hef ekki kosið að vera að tala um það mikið í fjölmiðlum mér fannst flokksþingið mæting fólks á flokksþingið og hvernig það fór fram sýna að lýðræði innan framsóknarflokksins er haft í hávegum og það kom niðurstaða og við bara vinnum eftir henni og mér finnst allflestir vera að vinna í því.“ Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild sinni hér á vef RÚV.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30 Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30 „Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08 Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
Sigmundi brá þegar hann sá mörg ný andlit stíga úr rútum við Háskólabíó Sigmundur segir að sér hafi brugðið þegar fjöldinn allur af fólki mætti á flokksþingið skömmu fyrir formannskosningarnar um helgina. 5. október 2016 09:30
Sigmundur Davíð þvertekur fyrir að hann eða nokkur tengdur honum hafi gefið fyrirmæli um að rjúfa útsendingu frá flokksþingi Framsóknar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins segist hafa orðið fyrir sjokki að upplifa það að öll þau atriði sem hann óttaðist við pólitíkina áður en hann hóf þátttöku í stjórnmálum hafi komið upp í aðdraganda flokksþings Framsóknar og jafnvel á sjálfu flokksþinginu. 5. október 2016 17:30
„Það verða alltaf sár þegar menn takast á“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins segist ekki kvíða komandi verkefnum. 3. október 2016 08:08