Eyjólfur: Ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið á móti Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2016 19:30 Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson nú á möguleika á því að skila 21 árs landsliðinu í fótbolta aftur inn í úrslitakeppni Evrópumótsins en til þess þurfa strákarnir hans að vinna Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar á morgun. Efsta sætið í riðlinum gefur sæti í úrslitakeppninni í Póllandi næsta sumar og það er öruggt að Makedónía og Frakkland verða bæði neðar en Ísland takist strákunum að vinna Úkraínu á Laugardalsvellinum í kvöld. Eyjólfur þjálfaði einnig 21 árs landsliðið sem komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011 en lykilmenn þess liðs hafa síðar gert garðinn frægan með A-landsliðinu. „Við ætlum okkur á EM og þá þurfum við að vinna þennan leik. Það er einmitt það sem við ætlum að gera. Við sögðum það fyrir keppnina að við þyrftum að enda í efsta sæti til þess að komast á EM. Með sigri þá náum við því og við stefnum á það,“ sagði Eyjólfur Sverrisson í viðtali við Arnar Björnsson, íþróttafréttamann 365, á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. Er þetta úkraínska lið sterkara en það skoska sem íslenska liðið vann í síðustu viku. „Þetta eru svipuð lið og ég reikna með jöfnum leik. Þetta verður baráttuleikur og við ætlum að mæta til leiks eins og A-landsliðið gerði í gær eða með miklum sigurvilja og ákveðni. Takist það þá eigum við alla möguleika á því að vinna þennan leik, “ sagði Eyjólfur „Við sáum vinnsluna í A-landsliðinu í gær og þar sýndu allir sem einn gríðarlega baráttu. Það er líka það sem hefur verið okkar aðalsmerki í þessari keppni. Við ætlum okkur að halda því áfram,“ sagði Eyjólfur „Það verða einhverjar breytingar og það eru einhver smá meiðsli. Við þurfum því að sjá til,“ sagði Eyjólfur um það hvort hann ætli að breyta liðinu sem vann Skota á miðvikudaginn var. Eyjólfur fór með 21 árs landsliðið á EM 2011 en getur hann borið þessi tvö lið saman. „Ég er búinn að vera með 21 árs liðið í þremur keppnum og þetta eru allt mjög mismundandi lið. Eitt var mjög teknískt sóknarlið, annað var stórt, sterkt og massíft lið. Þetta lið er svona blanda af hinum tveimur, “ sagði Eyjólfur „Við reynum að gera það besta með þá leikmenn sem við höfum. Við reynum að stilla þá saman þannig að þeir séu að spila sama fótboltann og að allir séu að róa í sömu átt,“ sagði Eyjólfur. Hann er mjög ánægður með liðið sitt hingað til í keppninni. „Við höfum sýnt frábæra leiki og þetta hefur verið frábært mót hjá liðinu. Við ætlum að halda því áfram og ljúka því annað kvöld,,“ sagði Eyjólfur. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Eyjólf Sverrisson hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Úkraínu hefst klukkan 16.45 á Laugardalsvellinum á morgun og verður líka sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar Sjá meira