Voru beðin um að hrósa hvort öðru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. október 2016 08:58 Frambjóðendurnir tókust í hendur í kjölfar spurningar Becker, en þau höfðu ekki gert það í byrjun líkt og siður er fyrir. Vísir/Getty Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira
Karl Becker, einn þeirra óákveðnu kjósenda sem voru viðstaddir forsetakappræður gærkvöldsins í Bandaríkjunum, sló í gegn með spurningu sinni þegar hann bað frambjóðendurna um að nefna einn jákvæðan eiginleika í fari andstæðings síns. Clinton reið á vaðið og sagðist bera virðingu fyrir börnum Trump. Hún sagði þau vera mjög fær og mjög trygglynd. „Ég tel að það segi mikið um Donald. Ég er ósammála nær öllu öðru sem hann segir eða gerir, en ég ber virðingu fyrir því. Og það er eitthvað, sem móðir og amma, skiptir mig miklu máli.“ Trump sagði ummæli Clinton vera fallegt hrós. „Ég veit ekki hvort þeim var ætlað að vera hrós, en ég tek þeim sem slíku. Ég er mjög stoltur af börnunum mínum,“ sagði Trump. „Ég get sagt þetta um Hillary, hún gefst ekki upp. Ég ber virðingu fyrir því. Ég segi það eins og það er. Hún er baráttukona. Ég er ósammála mörgu sem hún er að berjast fyrir, ég er ósammála dómgreind hennar í mörgum tilfellum, en hún leggur hart að sér og hún gefst ekki upp og ég tel það vera mjög góðan eiginleika.“ Spurningin sló botninn í fremur hatrammar kappræður og tókust frambjóðendur í hendur í lokin, en þau höfðu ekki gert það í byrjun, líkt og siður er fyrir. Óhætt er að segja að Karl Becker hafi sigrað hug og hjörtu netverja með spurningu sinni, en kappræðurnar höfðu einkennst af töluverðum persónuárásum.Samantekt CNN af svörum Clinton og Trump við spurningunni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Applauding Karl Becker who actually put a positive spark at the end of the debate. A little goes a long way. #debate #karlbecker— Marielle Nilsson (@MarranAntonia) October 10, 2016 He didn't have a mic but he dropped it on both candidates. #karlbecker #debate— Sara Rankin (@stanknrankn) October 10, 2016 #KarlBecker thank you for bringing some humanity to tonight with your question! #debate— Drew Koester (@drewkeester) October 10, 2016 I think its quite clear that audience member #KarlBecker won this #debate— Jenifer Stevenson (@jenlstevenson) October 10, 2016 Karl Becker 2016!!! That guy is my hero! #PresidentialDebate #debate— Jeremy Jahns (@JeremyJahns) October 10, 2016
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Fleiri fréttir Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Sjá meira